Grænn ríkisbúskapur á raforkumarkaði eyðileggur alla samkeppni – smáfyrirtækin og heimilin látin borga

Heimilin og smáfyrirtækin eru látin blæða á kostnað „grænu byltingarinnar“

Vísindamennirnir Johan Nordensvärd við háskólann í Linköping og Frauke Urban við Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi segja í nýrri skýrslu að breytingin frá kolarorku og kjarnorku yfir í sjálfbæra orku er „stamandi“ stórslys sem bitnar sérstaklega hart á venjulegu fólki.

Kolin enn ráðandi orkulind

Nordensvärd og Urban hafa rannsakað orkumarkaðinn í Þýzkalandi og háleit markmið síðustu tvo áratugina að skipta út kjarnorku og kolarorku fyrir haldbæra orku eins og vatnsorku, sólar- og vindorku.

Báðir vísindamennirnir segja að nýting vindorku hafi aukist verulega en engu að síður eru kolin enn ráðandi orkulind. Þar að auki eykst hlutur jarðgass. Vindorka, vatnsorka, sólarorka og lífrænt eldsneyti eru samtals um 40% af orkuframleiðslunni í Þýskalandi í dag.

Heimilin og fyrirtæki með minna en 1GWh notkun fá engan afslátt

„grænu umskiptin“ sem stjórnmálamenn dreymir um eru ekki komin lengur á veg stafar af því að breytingin er svo dýr segja vísindamennirnir. Kostnaðurinn er lagður á almenning og smáfyrirtæki en stóru fyrirtækin fá undanþágu frá rafmagnsskatti og græða þeim mun meira sem þau eyða meira rafmagni. Reglan um að allir greiði orkuskatt gildir aðeins fyrir heimilin og smáfyrirtæki sem nota minna en 1GWh rafmagn árlega. Áður voru mörkin 10GWH voru lækkuð í 1GWh. Stórnotendurnir græða en heimilin og smáfyrirtækin eru látin borga fyrir lokun kjarnorku- og kolavera og umskipti yfir í græna orku með hærra rafmagnsverði.

Sama leið farin í Svíþjóð og Þýskalandi

„Stórnotendur borga aðeins lítinn hluta þess rafmagnsverðs sem venjulegt heimili borgar“ segja Nordensvärd og Urban. „Þessi misheppnaða stjórnmálalausn með undanþágur fyrir stórnotendur rafmagns sem lögð er á herðar einstakra rafmagneytanda ásamt áframhaldandi langtímanotkun kola gerir umskiptin langtum hægfarari og klunnalegri en nokkur hefði getað látið sér detta í hug.“

Í Svíþjóð er sama braut farin með netrisunum Google og Facebook sem nota óhemju miðkið rafmagn. Fá þeir undanþágur frá því rafmagnsverði sem almenningur og smáfyrirtækin þurfa að borga.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila