Grafið undan Róbert Spanó vegna Landsréttarmálsins – Orðumálið notað til þess að koma höggi á Róbert

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar

Það er verið að grafa undan Róbert Spanó forseta mannréttindadómstóls vegna Landsréttarmálsins og það er áhugavert að fylgjast með því hverjir stökkva nú fram á ritvöllin vegna orðuveitingarinnar.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Helgu Völu Helgadóttur í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Helga segist ekki í vafa um hvers vegna ráðist sé að Róbert

ég vek athygli á því að þetta eru sömu aðilar og hafa verið að tala niður Mannréttindadómstólinn í tengslum við Landsréttarmálið

Helga bendir á að ekki hafi borið mikið á gagnrýni hérlendis þegar aðrir forverar Róberts í embætti hafi tekið á móti sambærilegum orðum

þessi harða afstaða fólks sem venjulega er ekkert mikið að ræða þetta sýnir að þetta er mikið til tengt Landsréttarmálinu, og þessi gagnrýni er til komin af því að á Íslandi eru þessi sömu öfl að bíða eftir niðurstöðu yfirdeildar í Landsréttarmálinu og Róbert Spanó er forseti dómstólsins og formaður yfirdeildarinnar og þegar þeir eru að grafa undan Róbert þá eru þeir í raun að grafa undan niðurstöðunni sem kann að koma í Landsréttarmálinu„.

Hlusta má á umræðurnar um málið hér að neðan

Hér má hlusta á viðtalið í heild

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila