Engin tilviljun að Ísland sé á gráum lista

Guðmundur Franklín Jónsson

Það er engin tilviljun að Ísland sé komið á gráan lista og að stjórnvöld hafi vanrækt að setja upp varnir gegn peningaþvætti. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Guðmundur segir að hér á landi séu öfl sem hafi hagsmuni af því að hér séu engar varnir gegn peningaþvætti og því hafi ekki verið brugðist við

það eru flokkseigendafélögin, þetta er bara spilling og það má eiginlega segja að Íslandi sé stjórnað af glæpamönnum, ef það væri ekki þannig þá væri Ísland ekkert á gráum lista, ég meina það er ekki einu sinni hægt að stofna bankareikninga erlendis„,segir Guðmundur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila