Gríðarleg flóð í Evrópu hafa tekið sinn toll – núna kennir Greta Thunberg yfirvöldum um að fólk hefur dáið

Shame on you! Greta Thunberg segir flóðin í Evrópu vera af völdum upphitunar jarðar og yfirvöld séu ábyrg að margir hafa misst lífið. Hún virðist ekki þekkja til sögu flóða á svæðunum eins og sést á mælistiku húss í Bad Schandau margar aldir aftur í tímann. (©Donkey Hotey/WikipediaCC)

Fáir hafa komist hjá að heyra og sjá fréttir um gríðarlegar rigningar í Evrópu að undanförnu, aðallega í Þýskalandi, Belgíu, Austurríki og Hollandi. Um 200 manns hafa týnt lífinu og um hundrað er enn saknað og margir hafa misst aleiguna í miklum flóðum í löndunum.

Síðast liðinn sunnudag fór Angela Merkel til bæjarins Schuld sem orðið hefur einna verst úti í flóðunum. Merkel ásamt mörgum öðrum stjórnmálaleiðtogum tengja flóðin s.k. loftslagskreppu. Merkel sagði á blaðamannafundi að „Við verðum að auka taktinn. Við verðum að gera meira í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum. Við verðum að standa upp gegn krafti náttúrunnar í nærtíma og einnig til lengri tíma litið.”

Loftslags-Gréta ræðst á yfirvöld á félagsmiðlum. Skrifar hún, að yfirvöld noti „falleg orð” og þessi sömu yfirvöld séu orsökin að því að „jörðin er að verða mörgum gráðum heitari og óstöðug pláneta.”

Hún virðist ekki þekkja til sögu flóða gegnum árin a.m.k. samanber tístið að neðan, þar sem sjá má að hús eitt í Bad Schandau hefur verið notað sem mælistika til að sýna hæð flóða í margar aldir. Eru ártöl og hæð sýnd á horni hússins eins og sjá má á meðfylgjandi tísti.

Einnig hefur komið fram að nálægt Köln í Blessem hafa hús verið reist í eða nálægt gömlum flóðvegi sem hefur flætt yfir barma sína mörgum sinnum áður sbr. meðfylgjandi tíst/mynd.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila