„Gríðarleg mistök“ að afnema kjarnorkuna – meiri vindorka gerir „vandamálið enn þá verra“

„Meiri vindorka leysir ekki raforkukreppu Svíþjóðar.“ Það segir Jan Blomgren, prófessor í kjarnaeðlisfræði, við Swebbtv. Þvert á móti geriri vindorkan vandamálin enn verri. Á bak við hátt raforkuverð í Svíþjóð eru loftslagsdómsdagskröfur um „græna orku“.

Rafmagnsverð væri 50% lægra ef kjarnorkunnar nyti við

Sænska útvarpið Kaliber hefur vakið athygli á því, hvernig raforkukerfi Svíþjóðar hefur breyst á undanförnum áratugum eins og Swebbtv hefur áður greint frá.

Þetta er sérstaklega áberandi í Suður-Svíþjóð, þar sem skipuleg raforkuframleiðsla er ekki lengur til og í staðinn eru neytendur háðir sólar- og vindorku, sem eru svo óáreiðanlegir orkugjafar, að ekki er hægt að reikna með þeim sem skipulagðri orku.

Hefði Svíþjóð ekki lagt niður kjarnorku í áföngum hefðu himinháar verðhækkanir á raforku ekki átt sér stað. Hátt raforkuverð hefur ekki aðeins bitnað á almenningi heldur einnig eyðilagt starfsemi fyrirtækja, sem vildu koma sér fyrir í Suður-Svíþjóð.

Ákvarðanir um að hætta kjarnorku hafa alfarið verið pólitískar

Swebbtv hafði samband við kjarnaeðlisfræðiprófessorinn Jan Blomgren, sem er mjög gagnrýninn á lokun kjarnorkunnar. Kjarnorkan er ein af fáum skipulögðum orkugjöfum:

„Þetta voru gríðarleg mistök. Það færði okkur yfir mörk þess, að vera alltaf með frekar mikið rafmagn yfir í það að búa við bráðan rafmagnsskort við vissar aðstæður.

Þú getur séð á rafmagnsreikningnum, hvað þetta hefur þýtt.“

Sú stækkun vindorku á hafi úti, sem stjórnvöld eru að tala um, er ekki lausnin að mati Blomgren. Ríkisstjórnin segist vilja stuðla að „grænni iðnbyltingu.“

Vindorkan gerir vandann enn þá verri

„Vindorkan gerir vandamálið enn verra. Það hefur verið kallað eftir „skyndilausn“ og sagt að vindorkan sé sú lausn. Í fyrsta lagi, þá gengur það ekkert fljótlega fyrir sig að byggja út vindorkuna og það leysir ekki vandamálið.

Við eigum í miklum vandræðum í Suður-Svíþjóð. Þar er ekkert skipulegt rafmagn og því ekki hægt að framleiða rafmagn á réttan hátt. Það eru fjórar leiðir til að búa til skipulagt rafmagn í stórum stíl. Þær eru vatnsorka, kjarnorka, kolaorka og gasorka. Ef þú vilt ekki jarðefnaorku, þá hverfa þær tvær síðast nefndu. Ekkert vatnsafl er til stækkunar í Suður-Svíþjóð. Við höfum virkjað alla vatnsorku sem í boði er. Þá er bara kjarnorkan eftir.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila