Gríðarleg þörf fyrir matargjafir

Hátt í 600 fjölskyldur og einstaklingar hafa í þessari viku sótt um mataraðstoð hjá Fjölskynduhjálp Íslands. Í fréttatilkynningu frá Fjölskylduhjálpinni segir að á bak við umsóknirnar séu um 1450 einstaklingar og börn.

Frá 15.mars – 1.júlí hefur Fjölskylduhjálp Íslands afgreitt mataraðstoð til um 1990 heimila eða um 3446 einstaklingar, en þær tölur tiltaka aðeins til stór höfuðborgarsvæðisins, en afgreiðsla matargjafa er einnig fram á Suðurnesjum.

Fyrirkomulagi mataraðstoðar er háttað þannig í dag að sótt er um á netinu á heimasíðu Fjölkylduhjálparinnar og fær svo viðkomandi umsækjandi sms skeyti um hvenær hægt er að sækja matargjöfina.

Opnað var fyrir umsóknir síðastliðinn fimmtudag og munu sjálfboðaliðar Fjölskylduhjálparinnar vinna að afgreiðslu umsókna út vikuna.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila