Gríðarlega mikilvægt að ræða fjölþáttaógnir sem stafa af hernaði og bregðast við

Það er geysilega mikilvægt að ræða þær fjölþáttaógnir sem Ísland býr við sem stafa af hernaði og er oft skilgreindur sem óhefðbundinn hernaður og bregðast við því með því að styrka til dæmis raforkukerfi landsins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Njáls Trausta Friðbertssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar.

Raforkan er grundvöllurinn

Njáll segir að það sem sé grundvallaratriði að styrkja sé raforkukerfið á Íslandi enda gangi samfélagið ekki lengi án rafmagns. Hann segir að þetta þekki menn frá almennum hernaði, þá sé fyrst reynt að taka rafmagnið af og stöðva fjarskipti. Fjarskipti stöðvist í raun hins vegar af sjálfu sér sé rafmagn ekki til staðar.

„þannig virka nú fjölþátta ógnir og maður má ekki missa rafmagnið mjög lengi til þess að allt fari ekki á hliðina, þess vegna hefur maður nú verið að leggja árherslu á að raforkukerfið verði byggt upp og stoðir þess styrktar, raforkan er það mikið grundvallarmál, það er allt undir“ segir Njáll.

Umræðan um fjölþáttaógnir langt á eftir hérlendis

Hann segir að hann hafi byrjað á að vekja athygli á mikilvægi þjóðaröryggis allt frá árinu 2016 og mikilvægi þess að til dæmis rætt sé um fjölþáttaógnir, sú umræða hafi hins vegar farið rólega af stað og það hafi ekki verið nema fyrir einu og hálfu ári síðan þau mál hafi verið rædd af einhverri alvöru.

“ nú hef ég verið þarna í NATO þinginu í fjögur og hálft ár og var varaformaður inni í einni af nefndunum sem er vísinda og tækninefnd og tók við sem skýrsluhöfundur í haust og er að vinna drög að skýrslu sem við munum kynna í Vilníus næstu helgi og ég get sagt að öll þessi netöryggismál, fjölþáttaógnir og þess háttar er búið að vera megin umræðuefnið í vísinda og tækninefnd í þessi fjögur ár, þess vegna er það svolítið skrítið hér heima hvað við erum töluvert langt á eftir í þessari umræðu“ segir Njáll.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila