Gríðarlegur hagnaður hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar

Hagnaður Íslenskrar erfðagreiningar á síðasta ári var um 10,2 milljónir bandaríkjadala eða um 1,3 milljarðar króna og varð því tífaldur miðað við árið á undan.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu en þar kemur fram að tekjur félagsins hafi aukist um 45 milljónir dala og hafi þannig numið 159,6 milljónum. Þá lækkuðu eignir um 24 milljónir, námu 120 milljónum en skuldir voru 67 milljónir.

Þá kemur fram að hlutafé hafi lækkað 82,6 milljónir dala að nafnvirði, jafnt 10,9 milljörðum króna á gengi fyrra árs.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila