Grikkland ætlar að stöðva ólöglega innflytjendur – fá ekki að sækja um hæli lengur

Ákvörðun Grikkja að líta á Tyrkland sem öruggt þriðja land er talin snarminnka ólöglegt flæði hælisleitenda sem koma gegnum Tyrkland og áfram til Evrópu.

Ákvörðun Grikklands að skilgreina Tyrkland sem öruggt þriðja land fyrir hælisleitendur frá Sýrlandi, Afghanistan, Pakistan, Bangladesh og Sómalíu þýðir róttæka breytingu í meðhöndlun hælisleitenda og búist er við að það muni minnka mjög möguleika bátaflóttamanna að sækja um hæli í Grikklandi.

Samkvæmt Greek City Times er ákvörðun Grikklands ein sú mikilvægasta í innflytjendalögum landsins í lengri tíma og var ákvörðunin tekin í kjölfar þess, að Grikkland telur ekki lengur, að hælisleitendur séu í hættu vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðerni eða stjórnmálaskoðana í Tyrklandi. Þeir hælisleitendur sem koma ólöglega til Grikklands gegnum Tyrkland munu því ekki lengur eiga rétt til að sækja um hæli í Grikklandi. Áður tók það allt upp í ár að afgreiða hælisumsóknir en eftir breytinguna er reiknað með að það taki bara 1-2 daga. Í dag er um 90% hælisumsókna frá innflytjendum frá ofangreindum fimm löndum.

Notis Mitarakis ráðherra innflytjendamála Grikklands segir, að ákvörðunin um að meta Tyrkland sem öruggt þriðja land sé mikilvægt skref í baráttunni gegn hinu ólöglega flæði innflytjenda og glæpastarfi mannsmyglara. Framar öllu er það skref til að framfylgja ESB-samningnum við Tyrkland um að landið megi ekki láta ólöglegan straum hælisleitenda halda áfram til Grikklands. Búist er við að draga muni verulega úr þrýsting hælisleitenda áfram til landa í Evrópu t.d. Svíþjóðar, Þýskalands og Frakklands.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila