Grímuþvingunin gæti orðið …. endalaus? Ríkisstjórn Þýskalands íhugar grímuskyldu í vetur

Þýska ríkisstjórnin íhugar að taka upp sérstakar og strangari reglur um covid yfir vetrarmánuðina, svo sem skyldu að bera munngrímu á tímabilinu október til apríl. Ríkisstjórnin líkir því við að skipta yfir í vetrardekk á bílnum sínum. Brjóstmyndin af Paulaner Nockherberg í Munchen ber þó grímu til öryggis yfir sumarmánuðina (mynd flickr CC 2.0).

Vilja gera það að hversdagslegri skyldu að bera andlitsgrímu

Engu er líkar en að nýr hysterískur faraldur sé kominn upp innan þýskra stjórnvalda. Landið hefur orðið fyrir barðinu á nýrri Covid-bylgju, er fullyrt í fjölmiðlum.

Fólk er hvatt til að taka enn meira af „bóluefnum“ og nota munngrímur innandyra á opinberum stöðum.

En það virðist aðeins vera byrjunin.

Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra landsins, segir að íbúar þurfi að búa sig undir nýjar reglur yfir vetrartímann.

Samkvæmt Die Welt eru stjórnvöld að íhuga almenna munngrímuskyldu frá og með október á þessu ári. Ríkisstjórnin líkir því við að skipta yfir í vetrardekk á bílnum á milli október og apríl.

Blaðið skrifar:

„Frá og með haustinu getur skylda til að nota munn- og nefgrímur verið lögbundin fram að páskum.“

Grímuskyldan næði yfir almenningssamgöngur, verslun, heilsugæslu og hjúkrunarheimili.

Karl Lauterbach gengur lengra og segir að fólk ætti að nota munnhlífar innandyra – alltaf. Í viðtali við Deutsche Welle segir Lauterbach:

„Þetta verður að vera normið.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila