Gripu í tómt þegar vísa átti Egypsku fjölskyldunni úr landi

Stoðdeild ríkislögreglustjóra greip í tómt þegar vísa átti Egypskri fjölskyldu úr landi í morgun en sækja átti fjölskylduna á fyrirfram ákveðnum stað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stoðdeild ríkislögreglustjóra.

Í tilkynningunni kemur fram að ekki sé vitað hvar fjölskyldan sé niðurkomin en málið sé enn á borði stoðdeildar og að ekki verði gefnar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Eins og kunnugt er hefur mál fjölskyldunnar verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu og hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar greint frá því að það sé ekki í þeirra verkahring að taka ákvarðanir í einstaka málum, heldur séu ákvarðanir sem þessar alfarið á borði Útlendingastofnunar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila