Grjóti kastað á Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada á kosningaferðalagi

Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada slapp naumlega undan steinárás í kosningarútuna en á myndinni sjást liðsmenn Trudeau loka rútunni sem umkringd er af reiðum mótmælendum vegna aðskilnaðarstefnu Trudeau og þvingandi bólusetninga. Hefur hann þurft að hætta við kosningafundi vegna illsku landsmanna og beðið mikinn álitshnekki í kosningabaráttunni. (Mynd sksk. Twitter).

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, var grýttur með steinum í kosningaherferð s.l. mánudag fyrir þingkosningarnar í Kanada. Atvikið átti sér stað í London í Ontario – og þjóðarleiðtogi Kanada staðfesti síðar, að hann taldi sig hafa fengið högg á öxlina. Grjótinu var lýst sem „litlum steinum“.

Myndband sýnir hvernig reiðir mótmælendur þrýstu á og neyddu Trudeau forsætisráðherra og aðstoðarmenn hans inn í rútu, þegar hann flúði frá mótmælendum. Eru mótmælin vegna fyrirskipaðrar bólusetningarskyldu fyrir alla opinbera starfsmenn og einnig þá sem þurfa að ferðast með almenningssamgöngum eins og lestum, strætisvögnum og venjulegu flugi.

Ekki var tilkynnt um meiðsli vegna grjótkastsins en a.m.k. tvær rútur fjölmiðlafólks urðu einnig fyrir steinkasti. Að sögn BBC hefur kosningabarátta Trudeau beðið hnekki vegna óvenjulegra harðra mótmæla fólks, sem mótmæla einstrengingslegri bólusetningarstefnu ríkisstjórnar Kanada og öllum takmörkunum. Segir BBC að „Trudeau hafi skyndilega boðað til kosninga um miðjan ágúst í þeirri von að fá meirihlutastjórn fyrir Frjálslynda flokkinn, sem telst til vinstri við miðju. En herbragð hans hefur raskast vegna mótmælanna gegn Covid-19 bólusetningarskyldu og öðrum takmörkunum.“

„Fyrir rúmri viku neyddist forsætisráðherrann til að hætta við kosningafund eftir að fjöldi reiðra mótmælenda þyrptist á fundinn “ sagði BBC enn fremur.

Aðrir stjórnmálaleiðtogar fordæmdu það, sem þeir kölluðu „pólitískt ofbeldi“ og ógnvekjandi andrúmsloft „ógnunar, áreitni og ofbeldis,“ þrátt fyrir að steinarnir hafi verið svo litlir að stærð að þeir gátu trúlega ekki sært neinn.

Fréttir og sjónarvottar lýstu „litlum steinum á stærð við möl“ og að það væri „eitthvað sem greinilega var tekið upp af veginum.“

Ekki var greint frá því að neinir mótmælendur hafi verið handteknir. Allt bendir til þess, að Trudeau og lið hans hafi verið á flótta undan miklum fjölda mótmælenda, sem umkringdu rútu hans.

Kanadísk stjórnvöld eru önnum kafin þessa dagana við að koma á bólupassa m.a. fyrir ferðalög, sem alfarið mun raska getu fólks að taka þátt í venjulegu daglegu lífi. Verður samfélaginu skipt í bólusetta og þá, sem eru ekki bólusettir en Trudeu ásakar þá, sem eru óbólusettir, um útbreiðslu Covid smits í landinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila