Nám grunnskólabarna þarf að vera einstaklingsmiðaðra og hafa fjölbreyttara val

Örn Þórðarson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Það þarf að gera nám grunnskólabarna einstaklingsmiðaðra og grunnskólakerfið þarf að taka mið að því að börn eru ekki öll eins og steypt í sama mót.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnar Þórðarsonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar en í þættinum var meðal annars rætt um lestrarvanda grunnskólabarna.

Örn segir að sú stefna sem nú er farið eftir hafi ekki skilað þeim árangri sem vonast hafði verið til auk þess sem ekki ríki sátt um stefnuna. Hann segir að auka þurfi valfrelsi í námi og endurskoða skóla án aðgreiningar

ég skil þá hugsun að vilja ekki draga börn í dilka, það er falleg hugsun en sú leið er bara ekki að virka og ég tel að til þess að ná meiri árangri væri vænlegra til árangurs væri að hafa ólíkari skóla og meira valfrelsi„,segir Örn.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Í síðari hluta síðdegisútvarpsins fjölluðu Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson áfram um lestrarvanda barna en í þættinum var opnað fyrir símann og komu hlustendur þar með sín innlegg og tillögur inn í umræðuna.

Hlusta má á þáttinn hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila