„Guð, af hverju ég?“ – síðustu orð saklauss innflytjanda sem var myrtur með 13 skotum fyrir framan frænku sína

„Foreldrar mínir komu til Svíþjóðar til að skapa betri framtíð fyrir börnin, síðan gerist þetta. Mér finnst það hryllilegt“ segir Dia Gaff sem missti saklausan frænda sinn sem var myrtur vegna þess að hann líktist öðrum.

Sænska sjónvarpið átti viðtal við Dia Gaff sem var 20 ára þegar gengjastríðið batt endi á líf frænda hennar með 13 kúlum og líf hennar breyttist um alla framtíð. Mánuði seinna var tvífari hans myrtur. Shyan Gaff var aðeins 22 ára gamall, þegar hann var myrtur í „mistökum“ fyrir annan mann. Þau höfðu nýlega borðað kvöldverð og rætt um allt milli himins og jarðar, þegar kúlurnar hvinu.

Dia Gaff segir „Þetta var eins og í kvikmynd, þegar það kemur píp eftir skot. Það var nákvæmlega þannig tilfinning, að slökkt er á hljóðinu í nokkrar sekúndur áður en maður kemur aftur tilbaka til raunveruleikans og heyrir raunveruleg hljóð aftur. Það var þá sem ég heyrði Shayan hrópa á hjálp.

Hann hrópaði af sársauka og greip um brjóstið, þar til hann féll niður. Síðan leit hann upp og sagði Guð, af hverju ég? Það var það síðasta sem ég heyrði hann segja þetta kvöld. Og reyndar alla tíð.“

Var drepinn í mistökum fyrir annan sem myrtur var mánuði síðar

Shayan Gaff hafði engin tengsl við hvorki glæpamenn né glæpahópa. Hann var drepinn í mistökum fyrir annan mann sem myrtur var mánuði seinna. Shayan er hvorki sá fyrsti né sá síðasti sem verður saklaust fórnarlamb gengjastríðanna. Tvö önnur dæmi er Karolin Hakim og Adriana sem var 12 ára gömul, þegar skotin tóku líf hennar.

Dia Gaff segir: „Þetta er hræðileg þróun sem ég trúði aldrei að gæti gerst í Svíþjóð. Foreldrar mínir komu til Svíþjóðar til að skapa börnum sínum góða framtíð og svo gerist þetta. Mér finnst það vera hræðilegt og algjörlega galið. Ég veit ekki hvað ég get sagt meira.“

Reyndu að láta heyra í sér í 3 ár en enginn hlustar og ekkert breytist

Morðingi Shayan Gaffs var seinna dæmdur í 18 ára fangelsi. En Dia Gaff finnst hún vera „algjörlega handfallin.“

„Við höfum reynt að láta í okkur heyra í nær þrjú ár en þetta heldur bara áfram. Maður vaknar upp á hverjum einasta degi við frásagnir á fréttamiðlum um nýjar banvænlegar skotárásir. Þetta er hryllilegt.“

Ég vildi að ég gæti treyst þeim sem eiga að leysa vandann en það virðist sem það sem gerist verði stöðugt sterkara. Það er ekki eins og að það séu bara en eða tvær skotárásir og ekki einu sinn tíu-tuttugu, heldur skipta þær hundruðum sem hafa gerst á mörgum árum. Hvers vegna gerist ekki neitt? Ég vil að stjórnmálamenn skilji að þetta er þjóðarkreppa, sem þeir verða að taka alvarlega.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila