Guðlaugur Þór efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríksisráðherra er efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en niðurstöður úr talningu atkvæðagreiðslunnar var birt eftir miðnætti.

Niðurstöðurnar voru þessar:

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, efstur með 3.508 atkvæði.

Í öðru sæti er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra  með 4.912 atkvæði í 1. – 2. sæti.

Í þriðja sæti er Diljá Mist Einarsdóttir með 2.875 atkvæði samanlagt í 1. – 3. sæti.

Í fjórða sæti er Hildur Sverrisdóttir með 2.861 atkvæði samanlagt í 1. – 4. sæti.

Í fimmta sæti er Brynjar Níelsson með 3.311 atkvæði samanlagt í 1. – 5. sæti.

Í sjötta sæti er Birgir Ármannsson með 4.173 atkvæði samanlagt í 1. – 6. sæti.

Í sjöunda sæti er Kjartan Magnússon með 3.449 atkvæði samanlagt í 1. – 7. sæti.

Í áttunda sæti er Friðjón R. Friðjónsson með 3.148 atkvæði samanlagt í 1. – 8. sæti.

Alls greiddu 7.493 atkvæði í prófkjörinu. Gild atkvæði voru 7.208. Auð og ógild atkvæði voru 285.

Sjá má nánari útlistun talningar með því að smella hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila