Guðmundur Árni Stefánsson býður sig fram í oddvitasætið á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningar

Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra í Winnipeg hefur tilkynnt að hann ætli að bjóða sig fram í oddvitasætið á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag ræddi Arnþrúður Karlsdóttir við Guðmund Árna þar sem hann rifjaði meðal annars upp feril sinn í stjórnmálum á árum áður og sagði frá því sem drifið hefur á daga hans sem sendiherra.

Hann segir eitt af sínum forgangsverkefnum að gera bæinn meira aðlaðandi svo fólki sem vilji búa í Hafnarfirði fjölgi með ásættanlegum hætti. Guðmundur bendir á að að lítil fjölgun hafi verið á undanförnum árum og jafnvel fækkun sum árin, það sé alveg óásættanleg staða með öllu.

Þá segir Guðmundur að einnig verði að fjölga atvinnutækifærum í bænum svo fólk þurfi ekki að sækja vinnu sína til annara sveitarfélaga. Hann segir að í þeim orðum sínum felist ekki gagnrýni á núverandi meirihluta um að hann hafi ekki staðið sig að því leyti, heldur sé einfaldlega alltaf hægt að gera betur.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila