Guðmundur Karl: Bólusetningar barna gegn Covid í miðjum faraldri eru glapræði

Guðmundur Karl Snæbjörnsson sérfræðingur í heimilislækningum

Það eru margar ástæður fyrir því það sé glapræði að bólusetja börn við Covid í miðjum heimsfaraldri. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Karls Snæbjörnssonar sérfræðings í heimilislækningum í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Guðmundur segir að það séu margar ástæður fyrir því að slíkar bólusetningar séu glapræði, til að mynda lækki meðfædda ónæmishluta kerfisins til þess að fást við nýjar sýkingar sem geri það að verkum að þá verði börnin móttækilegri fyrir því að fá veiruna í nokkrar vikur eftir sprautuna, þetta megi sjá í öllum erlendum rannsóknargögnum á þessu sviði.

Þá sé engin rannsókn til sem sýni fram á virkni bólefnanna á omicron afbrigðið og sé horft á virkni bólefnanna sem verið er að nota þá er vitað að virkni þeirra er aðeins til mjög skamms tíma sem kallar á fleiri sprautur eftir ákveðinn tíma.

„sem þýðir að barn sem sé sprautað í dag þarf eftir þrjár vikur samkvæmt áætlun Pfizer að fá aðra sprautu, þannig samandregið þýðir þetta að börnin eru minna varin og hættara eftir sýkingum eftir sprautuna vegna bælingar ónæmiskerfisins og verkun sprautunnar verður ekki komin fram fyrr en eftir 5-6 vikur, því eftir fyrstu sprautu þarf svo aðra eftir 3 vikur. Veira sem er að toppa sig núna áður en virknin næst fram þá er óskiljanlegt að verið sé að bólusetja börnin núna „segir Guðmundur.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila