Guðni les upp úr Njálu á Útvarpi Sögu á sunnudögum – Leikirnir í æsku með skírskotun í Njálu

Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra

Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra mun næstkomandi sunnudag kl.16:00 hefja lestur Bennu-Njálssögu hér á Útvarpi Sögu en Guðni er mikill áhugamaður um söguna og í síðdegisútvarpinu í dag ræddi Arnþrúður Karlsdóttir við Guðna og áhuga hans á þessu einstaka bókmenntaverki.

Í þættinum sagði Guðni frá því að bókin hefði mótað hann mjög sem einstakling og snerust leikir í æsku meðal annars um þessa einstöku sögu og sagði Guðni hann og systkyni hans hafa leikið persónur Brennu-Njálssögu og segir Guðni að hann hafi alltaf tekið að sér hlutverk Gunnars á Hlíðarenda, aðalhetju sögunnar.

Guðni sagði í þættinum það mikinn heiður að fá að hefja lestur Brennu-Njálssögu á Útvarpi Sögu og sagði frá því að hann hefði leitað góðra ráða hjá Jóhanni Sigurðarsyni leikara við lesturinn

ég bað Jóhann þennan mikla leikara um að lesa úr bókinni eins og hann myndi lesa þetta og af því lærði ég heilmikið„, segir Guðni.

Í þættinum fengu hlustendur að heyra brot af lestri Guðna.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila