Guðni og Ferðafélag Íslands í haustferð á Njáluslóðum

Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra ásamt Ferðafélagi Íslands ætla að standa að haustferð um Njáluslóðir þar sem Guðni mun leiða hópinn og segja sögur af fólki á sinn einstaka hátt, bæði frá tíma Njálu og öðrum litríkum persónum sem eru nær okkar tíma. Í Síðdegisútvarpinu í dag ræddi Arnþrúður Karlsdóttir við Guðna þar sem hann sagði frá ferðinni sem farin verður föstudaginn 30.september.

Rútan leggur af stað kl. 09 frá Hádegismóum.  Ekið til Selfoss og stoppað í Konungskaffi í nýja miðbænum. Gengið að styttu Egils Thorarensen og Guðni segir sögu Selfossbæjar.

Síðan verður ekið að Laugardælaakirkju og sögur af Bobby Fischer rifjaðar upp. Að lokinni heimsókn í Laugadælakirkju verður ekið áfram austur að Hlíðarenda. Stoppum í Kjötsúpu á Hótel Fljótshlíð og Guðni segir sögu af Gunnars og Hallgerðar. Komið við í Hlíðarendakirkju og örlög Hallgerðar og fall Gunnars rifjað upp.

Að lokum verður ekið að Bergþórshvoli og Guðni lýsir brennunni sem Flosi og brennumenn frömdu, sem er talinn mesti harmleikur fornsagnanna.
Á heimleiðinni verður komið við í Kaffi á N1 á Hvolsvelli. Áætluð heimkoma til Reykjavíkur upp úr kl. 18:30.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan og fræðast meira um ferðina, Njálu og Bobby Fisher.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila