Gulsótarfaraldur meðal sænskra barna: „Óþekkt orsök“

Anders Lindblom smitsjúkdómasérfræðingur Lýðheilsunnar (Mynd © region Dalarna).

Afar óvenjulegur gulsótarfaraldur meðal sænskra barna – orsakir ókunnar

Sænska Lýðheilsan kemur með viðvörun eftir að hafa fengið tilkynningar um níu tilfelli bráðrar lifrarbólgu hjá börnum í Svíþjóð. Faraldurinn fellur saman við bólusetningaráætlun gegn covid en enginn veit, hvers vegna þetta gerist. Sænska Lýðheilsan skrifar að „orsök sjúkdómsins sé ekki ljós.“

Tilvikin, sem hafa verið tilkynnt til sænsku Lýðheilsunnar FHM, hafa einnig verið tilkynnt til Smitsjúkdómaeftirlits Evrópu, ECDC, og varða form bráðrar lifrarbólgu „án þekktrar ástæðu.“

Börnin hafa veikst á tímabilinu nóvember 2021 til apríl 2022 og eru dreifð um Svíþjóð.

Enn, sem komið er, eru engar vangaveltur um tengsl við tilraunirnar með kórónubóluefnin. Alla vega ekki af hálfu yfirvalda.

Að sögn sænska útvarpsins þurfti eitt barnanna á lifrarígræðslu að halda. Eitt af einkennunum er, að húðin verður gul.

Svipuð tilvik í Bretlandi, Írlandi, Hollandi, Danmörku, Bandaríkjunum og Japan

Tilkynnt hefur verið um svipuð tilfelli meðal annars frá Bretlandi, Írlandi, Hollandi, Danmörku, Bandaríkjunum og Japan.

Anders Lindblom, sóttvarnalæknir ríkisins segir:

„Að barn þjáist af bráðri lifrarbólgu af óþekktri orsök er mjög óvenjulegt en kemur þó fyrir. Sænska Lýðheilsan er að rannsaka, hvort tilfellin sem við sjáum núna tákna aukningu á bráðri lifrarbólgu af óþekktri orsök eða ekki.“

Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO er sögð fylgjast náið með þróuninni ásamt yfirvöldum, sem bera ábyrgð á smitvörnum í aðildarlöndunum eins og Lýðheilsan í Svíþjóð. Málin eru rannsökuð til að kanna, hvort eitthvað sameiginlegt geti skýrt orsök sjúkdómsins.

Anders Lindblom segir:

„Sænska Lýðheilsan hefur upplýst heilbrigðisþjónustuna í Svíþjóð um þróunina til að vekja athygli á sjúklingum með einkenni, sem þarf að athuga vegna gruns um lifrarbólgu af óþekktri orsök.“

Reynt að leita „þekktra“ skýringa á gulsótarfaraldrinum

Megintilgátan er sú, að þetta sé adenóveirusýking, en það hefur ekki verið staðfest. Adenóveira er klasi veira, sem getur valdið bæði öndunarfæra- og þarmasýkingum. Sýking adenóveiru er algeng en alvarlegar sýkingar eru afar sjaldgæfar.

Mismunandi afbrigði gulsótar eru af völdum veiru, þau kallast frá A til E og eiga það helst sameiginlegt að einkenni koma fram á mismunandi hátt í lifrinni.

Í tilfellum lifrarbólgu er kannað hvort hún sé af völdum einhverra þekktra veira sem valda lifrarbólgu eins og gulsótarafbrigða A, B, C og E (lifrarbólga D kemur aðeins fram samhliða lifrarbólgu B), en hjá börnum einnig EBV ( Epstein- Barrveiru) og CMV (Cytomegaloveira). Auk þess eru til lifrarbólgur vegna annarra sýkinga en einnig af eiturefnum og sjálfsofnæmisviðbrögðum, þegar ónæmiskerfið bregst rangt við og ræðst á líkamann.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila