Hæðst að Time fyrir að sýna Joe Biden sem „töffara“ fyrir fundinn með Pútín

Time magasín birtir þemablað fyrir fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Vladimír Pútín Rússlandsforseta núna í vikunni. Blaðið er að sögn Fox News bæði gagnrýnt og óspart dregið í háði í fjölmiðlum og á netinu fyrir að hafa reynt að láta Biden líta út sem meiri töffara en Pútín fyrir fundinn.

Stjórnmálagrínistinn Tim Young segir í kommentari til Fox News að „Forsíða Times reynir að láta Biden líta út sem töffara en en þrátt fyrir aðdáunarvert útlit þeirra af andliti Biden, þar sem málað hefur verið yfir elli og þreytu sem annast sést á venjulegri ljósmynd, þá verkar dæmigerður munnur hans frekar benda til óundirbúnings og ótta við Pútín, sem lítur glottandi niður á hann.“

Myndin sýnir Biden með Ray Ban sólgleraugu og fyrirsögnina að „Ná tökum á Pútín.“

Richard Grenell fyrrum formaður leyniþjónustu Bandaríkjanna gagnrýnir Biden fyrir að leyfa Pútín að klára lagningu Nordstream 2 gasleiðslunnar um Eystrarsalt til Þýskalands: „Að leyfa honum að leggja lögn með áhrifum beint inn í Evrópu er ekki að ná tökum á Pútín. Það er að gefast upp.“

Kyle Smith hjá National Review sagði að „blaðatilkynningar demókrataflokksins væru ekki einu sinni jafn lummulegar og forsíða Times.“

Vladímír Pútín forseti Rússlands segir mikinn mun vera á Biden og Trump (Sjá viðtal NBC á myndbandi að neðan). Trump hafi komið úr öðrum ranni en Biden, sem er kerfiskarríaristi. Segir Pútín Trump vera vel gefinn mann.

Mynd af Biden þar sem fall hans í flugvelatröppunni enduspeglast í sólgleraugum forsetans á betur við hæfi að mati tístarans.
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila