Hæðst að Twitter – þykist vera málsvari tjáningarfrelsis í Úganda

Jack Dorsey forstjóri Twitter harmar að fólk fái ekki aðgang að Twitter í Úganda, því það sé svo „ þýðingarmikið fyrir lýðræðið og þá sérstaklega í kosningum.”

Mikið háð er nú gert að netrisanum Twitter eftir að fyrirtækið ber sér fyrir brjóstið sem málsvari tjáningarfrelsis í afríkanska Úganda. Hraunað er yfir fyrirtækið fyrir tíst þar sem Twitter segir: „Aðgangur að upplýsingum og tjáningarfrelsi – þar á meðal umræðum á Twitter, er aldrei jafn mikilvægt og í lýðræði, sérstaklega í kosningum.”

Segir Twitter einnig: „Okkur berast til eyrna fréttir fyrir kosningarnar í Úganda að Internetfyrirtækjum sé skipað að loka aðgangi að félagsmiðlum og tilkynningarmiðlum. Við fordæmum harðlega slíkar lokanir á Internet – þær er afskaplega skaðlegar, brjóta gegn grundvallarmannréttindum og reglum #Openinternet.”

Ahugasemdir eru glóðheitar og einn spyr hvort Twitter eigi engan spegil, annar spyr, hvort útspilið um Úganda sýni ekki að Twitter hafi glatað sjálfsmyndinni eða jafnvel mætt uppreisn eigin starfsmanna gegn ritskoðun fyrirtækisins á netinu. Tobias Andersson þingmaður Svíþjóðardemókrata tístir „þetta getur Twitter sagt, hæðnislaust, rétt eftir að netrisarnir hafa í sameiningu lokað fyrir keppinautinn Parler og ritskoðað forseta Bandaríkjanna á öllum sínum miðlum.”

Kemst Trump inn á Twitter sem Chongald Xrump?

Þá var tíst möguleika fyrir Donald Trump að komast aftur inn á Twitter undir dulnefninu Chongald Xrump sem kínverskur fulltrúi hins himneska lands Kína. Kommúnisminn voða góður! Trump vondur!

Athugasemdir

athugasemdir

Deila