Mikilvægum spurningum enn ósvarað varðandi hæfi Kristjáns Þórs

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata

Mörgum mikilvægum spurningum vegna hæfis Kristjáns Þórs Sjávarútvegsráðherra vegna tengsla hans við Samherja er enn ósvarað og meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar stendur í vegi fyrir að athugunin verði klaruð. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Þórs Ólafssonar þingmanns Pírata og nýkjörins formanns Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Jón segir að meðal þess sem ósvarað sé er fundur Kristjáns Þórs með namibíumönnum sem tengdust Samherja beint, hvers vegna sá fundur var haldinn og hvort þar hafi orðið hagsmunaárekstrar, þá sé því ósvarað hvernig Kristján mat hæfi sjálfs síns vegna tengsla sinna við Samherja auk þess eigi eftir að bera saman núverandi útgáfu gæðahandbókar við gæðahandbók sem notast var við á þeim tíma sem Kristján mat hæfi sitt, og hvort það að meta sitt hæfi sjálfur standist skoðun.

Þá segir Jón að hann hyggist óska eftir upplýsingum um samskipti embætti saksóknara og aðstoðarmanns ráðherra en aðstoðarmaðurinn hringdi nokkrum dögum fyrir Kveiksþáttinn víðfræga í saksóknara þar sem aðstoðarmaðurinn tilkynnti í óljósum tilgangi um að eignarhald Samherja væri að mestu leyti í Hollandi.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila