Norska ríkisstjórnin vill strangari innflytjenda- og hælisstefnu

Torbjørn Røe Isaksen atvinnu- og félagsmálaráðherra t.v. og Henrik Asheim menntamálaráðherra t.h. segja frá breyttri stefnu Hægri flokksins í innflytjendamálunum.

Í viðtali við Nettavisen segja Torbjørn Røe Isaksen atvinnu- og félagsmálaráðherra og Henrik Asheim menntamálaráðherra, að stefnan í innflytjenda- og hælismálum sé óhaldbær til langtíma. Taka eigi á móti færri innflytjendum til Noregs og fleiri eigi að fá aðstoð á nærsvæðum átakasvæða.

Hægri flokkurinn hefur breytt stefnu sinni í innflytjendamálum og segir, að aðallega eigi að taka á móti kvótaflóttamönnum til Noregs. Vilja þeir líkt og Danir senda hælisleitendur til þriðja öruggs lands. Aðaláherslu á að leggja á aðstoð til flóttamanna á nærsvæðunum og þeir sem koma til Noregs verða sjálfir að sjá um framfærslu sína í a.m.k. fjögur ár áður en þeir fá hæli. Segja ráðherrarnir að núverandi kerfi sé opið fyrir allt of marga innflytjendur.

Flóttamannakerfið er komið á vegs enda

„Tíminn er að renna út í öllu flóttamannakerfinu. Hælisleitendakerfinu var aldrei ætlað að taka við stórum fólksinnflutningi til lengri tíma. Það var gert til að veita pólitískum flóttamönnum griðarstað í öruggu landi” segir Røe Isaksen.

Þingkosningar eru í Noregi í haust eins og á Íslandi og ráðherrarnir eru ómyrkir í máli ef vinstri stjórn kemst til valda í Noregi. Sósíaldemókratar og Sósíalistar vilja mynda saman vinstri ríkisstjórn. Røe Isaksen bætir við „þá fáum við ótrygga útkomu og verðum upptekin af þessum málum til lengri tíma.” Hann bendir á landsfundarræðu formanns sósíaldemókrata Jonas Gahr Støres 2015 sem sagði undir dynjandi lófaklappi: „Við skulum vera skýr á þessum landsfundi, að Noregur á að taka á móti 10 þúsund sýrlenskum flóttamönnum.”

3 þúsund hælisleitendur kosta norska skattgreiðendur um 50 milljarða norskra króna

Ný innflytjendastefna Hægri flokksins er langt frá stefnu samstarfsflokksins Kristilega alþýðuflokknum. Røe Isaksen segir að „ekki er hægt að hafa sömu frjálslyndu innflytjendastefnu næstu 30 árin sem við höfum haft síðustu 30 árin.” Ríkisstjórn Noregs er sammála í að taka á móti 3 þúsund kvótaflóttamönnum árlega. Kristilegi flokkurinn vill taka á móti 5 þúsund flóttamönnum. Hægri flokkurinn segir að það sé afar krefjandi að taka á móti 3 þúsund flokkum árlega og þýði mikinn kostnað um það bil 50 milljarða norskra króna, sem annars gætu farið í að hjálpa þeim sem þarfnast aðstoðar á öðrum stöðum í heiminum.

„Við minnkum einnig möguleika til sameiningu fjölskyldna. Bæði hvað varðar kröfu um tekjur til að geta tekið á móti fjölskyldumeðlimum, því viðkomandi verður þá að sjá um þá. Aðlögunin gengur illa hjá mörgum innflytjendum í Noregi. Það er erfitt fyrir marga að fá atvinnu vegna þess hversu mikillar menntunar er krafist í hálaunuðum störfum. Hin hliðin á málinu er að kerfið eins og það er í dag, þýðir að eina leiðin til að komast frá átaksvæðum er að setjast í bát yfir Miðjarðarhafið og ganga gegnum alla Evrópu.”

Svíþjóð er dæmi um hvernig ekki á að stjórna málefnum flóttamanna og hælisleitenda

Asheim segir að „Svíþjóð er dæmi um hvernig ekki á að stjórna málefnum flóttamanna og hælisleitenda. Það er gríðarlega alvarleg staða hjá þeim, því þeir geta ekki valdið þeim fjölda flóttamanna sem streymdu inn í landið 2015. Persónulega finnst mér að Danmörk fari yfir strikið á nokkrum stöðum. Við eigum t.d. ekki að senda Sýrlendinga sem hafa barist gegn ríkisstjórn Assad aftur til Sýrlands.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila