Hægt að fá aðstoð við að skrifa nafn sitt á undirskriftarlista til stuðnings stjórnarskrá Stjórnlagaráðs hafi maður ekki rafræn skilríki

Businesswoman female fingers hands paper pen

Mikill gangur hefur verið í rafrænum undirskriftum til stuðnings nýrri stjórnarskrá Stjórnlagaráðs undanfarnadaga og fara þær að nálgast 33.000 undirskriftir. Þó er hópur sem ekki hefur rafræn skilríki og getur hann einnig fengið að skrifa undir.

Í síðdegisútvarpinu í dag þar sem rætt var við Katrínu Oddsdóttur lögmann um stjórnarskrármálið kom fram að kona ein að nafni Vilborg Einarsdóttir aðstoði þá sem ekki eigi rafræn skilríki til þess að koma nafni sínu á listann.  Rétt er að benda þeim á sem vilja hafa samband við Vilborgu er símanúmerið hjá henni 866-7192.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila