Hægt að rekja lesblindu til rangra kennsluaðferða og lélegra námsbóka

Valgerður Snæland Jónsdótti, kennari, sérfræðingur í lesblindu og fyrrverandi skólastjóri.

Lesblindu er hægt að rekja til þess að kennsluaðferðir við lestur eru rangar hér á landi og námsbækurnar lélegar og höfða ekki til áhugasviðs nemenda. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Valgerðar Snæland Jónsdóttur kennara, sérfræðings í lesblindu og fyrrverandi skólastjóra í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Valgerður segir að til lykillinn að því að börn nái góðum tökum á lestri þurfi bæði námsefnið og kennsluaðferðirnar að vinna saman og að börnin hafi áhuga á því efni sem lesið er, þetta geti valdið því að bönin verði lesblind.

Hún segir að áhugavert sér að velta fyrir sér hvers vegna stór hluti drengja kemur ólæs úr grunnskóla þ.e að þeim skortir mikið upp á lesskilninginn og segir vandann ekki verða til á einni nóttu þegar barnið sé að útskrifast úr grunnskóla, og að það sé hægt að grípa mun fyrr inn í

það er hægt að sjá hjá börnunum á fyrstu stigum skólagöngunnar hvert stefnir, og það má líka velta því fyrir sér hvað veldur því að drengir eigi fremur við þennan vanda en stúlkur” Segir Valgerður.

Hún bendir á að efnið sem börnin lesa gæti verið hluti af vandanum

er þetta vegna þess að efnið er of kvenlægt, eru höfundarnir af báðum kynjum eða eru konur í meirihluta að skrifa þetta efni, það er eitt af því sem vert væri að skoða, það kemur fram um leið og börnin byrja að lesa hverjir geti unnið með þessi verkefni og hverjir ekki”

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila