Hælisleitendakerfið er hrunið – Danir afnema núverandi hælisrétt – vilja ekki lengur aðstoða unga menn án hælisþarfa sem koma í bátum mannsmyglara

Mattias Tesfaye ráðherra innflytjendamála í Danmörku útskýrði nýju útlendingalög Danmerkur sem samþykkt voru með 70 atkvæðum gegn 24 á danska þinginu í gær.

Danmörk samþykkti ný lög um innflytjendur í gær s.k. útlendingalög, þar sem ákveðið er að landið taki ekki beint við fleiri hælisleitendum í Damnörku. 70 greiddu atkvæði með lögunum en 24 voru á móti. Lögin þýða að hælisleitendur verða sendir til þriðja ríkis t.d. Rúanda í Afríku, þar sem mál þeirra verða tekin fyrir í staðinn fyrir að vera hleypt inn í Danmörku eins og verið hefur og önnur lönd gera. Verði umsókn hælisleitandans hafnað verður viðkomandi sendur til baka til landsins sem komið er frá. Verði umsóknin samþykkt, mun hælisleitandinn fá að vera áfram í því landi sem Danmörk hefur slíka samninga við.

Sameinuðu Þjóðirnar og Evrópusambandið mótmæla lögunum og segja þau brjóta í bága við flóttamannasamkomulag og innflytjendalög. ESB segist „deila áhyggjum flóttamannanefndar SÞ, hvort lögin standist alþjóðaskyldur Danmerkur og þá áhættu sem lögin hafa með því að grafa undan kerfinu fyrir aðstoð við flóttamenn.”

Núverandi flóttamannakerfi er hrunið bæði siðferðilega og pólitískt

Mattias Tesfaye innflytjendamálaráðherra Danmerkur, sósíaldemókrati, sagði í viðtali við sænska sjónvarpið:

„Við teljum að núverandi kerfi flóttamanna hafi hrunið bæði siðferðilega og pólitískt. Yfir helmingur þeirra sem sækir um hæli í Evrópu er neitað um hæli og eftir það eru gríðarmikil vandamál að senda viðkomandi aftur heim til upprunalegu landanna. Við leggjum gríðarlega krafta og peninga í lögfræðinga, túlka og allt mögulegt annað fyrir fólk sem þarf ekki á hæli að halda. Það er ómanneskjulegt. Samtímis þá segjum við að fólksinnflutningur hefur verið allt of mikill til Danmerkur í mörg ár. Við höfum ekki undan að aðlaga fólk inn í samfélagið Við verðum að geta stjórnað innflæðinu, sérstaklega frá Miðausturlöndum.”

Látum ekki mannsmyglara ákveða hverjum við tökum á móti

Sem svar við spurningunni, hvernig það væri manneskjulegra að senda hælisleitendur til þriðja lands, svaraði Tesfaye:

„Við fáum möguleika á að hjálpa svo miklu fleiri með því að nota kraftana fyrir flóttamenn sem eru á átakasvæðum. Hugmynd okkar er, að ef maður sækir um hæli í Danmörku, þá verður maður að vera fyrir utan Evrópu á meðan hælisumsóknin er tekin fyrir. Og ef þörf er fyrir vernd skal hæli veitt fyrir utan Evrópu. Í staðinn mun Danmörk taka á móti kvótaflóttamönnum gegnum verkefni SÞ, svo að mannsmyglarar stjórni ekki straumnum til Evrópu, þannig að þeir einu sem geta komist séu þeir sem eiga peninga og kraftinn sem venjulega eru ungir menn. Við viljum geta stjórnað málunum með kvótaflóttamannakerfinu og valið heilar fjölskyldur eða konur með börn í staðinn fyrir núvarandi kerfi sem er óhaldbært af mannúðarástæðum.”

Fólk í Tyrklandi, Jórdaníu, Kenya eða Rúanda eru ekki minna mikilvægt en það fólk sem sækir um hæli í Danmörku

Spurður um, hvort gagnrýni SÞ um að það verði erfiðara fyrir flóttafólk í heiminum að fá hæli, með nýju útlendingalögunum sagði Tesfaye:

„Að sjálfsögðu höfum við góðar umræður með SÞ og ESB og það er ekkert leyndarmál, að við erum ekki alveg sammála um flóttamannastefnu framtíðarinnar. En við þrýstum á, að markmiðið á að vera að hjálpa svo mörgum flóttamönnum sem mögulegt er og samtímist sjá um okkar eigið samfélag. Við verðum að geta unnið að báðum þessum þáttum. Það dugir ekki að mannsmyglarar ákveði hversu margir eiga að koma hingað. Samfélag okkar klárar það ekki. Þeir sem tapa í dag á kerfinu eru allir þeir flóttamenn sem búa nálægt átökunum og hafa enga möguleika á skólagöngu, lyfjum, mat og hafa kannski enga framtíðarvon. Það er þetta fólk sem við eigum að hjálpa á staðnum. Við leggjum gjarnan krafta okkar í það. Ríkisstjórn Danmerkur lætur sífellt meira fjármagn til nærsvæða átakasvæðannna. Þeim mun minni peninga sem við notum í Danmörku í þá sem ekki hafa ástæðu til að sækja um hæli, því mun meira fé getum við lagt í að aðstoða þá, sem raunverulega þurfa á aðstoð að halda. Fólk sem á heima í Tyrklandi, Jórdaníu, Kenya eða Rúanda er ekkert minna mikilvægt en það fólk sem kemur til Danmerkur og sækir um hæli hér.”

Eigum að nota peningana sem í dag fer í fólk án hælisþarfar í þá sem raunverulega þurfa á hjálp að halda

85% flóttamanna lifir á nærsvæðum átakasvæða og þegar fréttamaðurinn spurði af hverju fátæku löndin ættu að taka við fleiri flóttamönnum sagði Tesfaye:

„Við tökum gjarnan á móti flóttamönnum. Við viljum bara að áður en fólk kemur hingað hafi það verið metið, hvort viðkomandi þurfi á skjóli að halda. Það á að vera búið að ákveða t.d. gegnum kvótakerfi flóttamanna hjá SÞ, að viðkomandi hafi verndarþarfir af mannúðarástæðum. Það getur verið fólk með sérstakar verndarþarfir. Það geta verið minnihlutahópar sem þurfa vernd af kynferðislegum eða trúarlegum orsökum, jafnvel þótt þeir búi í flóttamannabúðum SÞ. Það geta verið mæður með börn. Þetta varðar mannúðarreglur. Í dag eru það nær eingöngu ungir menn sem sitja í bátunum á leiðinni yfir Miðjarðarhaf. Helmingur þeirra hefur engar verndarþarfir. En við leggjum mikla peninga á þá. Við verðum að breyta því. Og einhver verður að byrja á verkinu og núna lendir það á ríkisstjórn Danmerkur.

Nauðsynlegt að breyta hælisleitendakerfi ESB – þurfum að horfa í spegilinn og spyrja hreint út, hvort verið sé að gera rétta hluti

Ég er sannfærður um, að það er nauðsynlegt að breyta hælisleitendakerfi ESB, því samfélag okkar ræður ekki við allan þennan straum af flóttafólki. Og af mannúðarástæðum eigum við ekki að vera að eyða kröftum okkar í þá sem ekki hafa þörf á vernd á meðan aðrir þjást við átakasvæði og lifa í neyð án nauðsynja til lífsins. Svoleiðis er ekki hægt að hafa það. Við í Skandinavíu verðum að horfast í augu við okkur sjálf í speglinum og spyrja, hvort við séum að gera réttu hlutina í dag. Við meinum að við séum ekki að gera réttu hlutina og þá verða nýir hlutir að koma til. Við meinum, að okkar tillaga er rétta leiðin fram á við. Við erum að sjálfsögðu opin að ræða málin við alla. En sagt í hreinskilni, þá hef ég ekki heyrt marga aðra inna ESB kynna neitt sem er haldbært af mannúðarástæðum og þar sem velferðarsamfélagið er einnig varið. Innflutningurinn frá Miðausturlöndum hefur verið óhaldbær síðasta áratuginn.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila