Hælisleitendur settir í sóttkví á hótelum á Kanarí

Þeir hælisleitendur sem koma í hóðum á bátum til Kanaríeyja eru settir í sóttkví á hótelum svæðisins á sama tíma og fjöldi ferðamanna gista á þessum sömu hótelum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar fréttaritara í Stokkhólmi í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Gústaf segir hælisleitendurna flesta vera frá Senegal og að þeir komi oftast á litlum bátum sem jafnvel borga ævisparnaðinn sinn til þess eins að komast yfir á slíkum bátum, en oft fái för þeirra afar sorglegan endi

það eru ekkert allir sem komast yfir og fólkið er á bátum sem eru í afar misjöfnu ástandi, slíkt getur farið illa og við höfum dæmi um að fólk sé að drukkna hundruðum saman á leiðinni þangað„,segir Gústaf.

Eins og kunnugt er hafa glæpahópar nýtt sér bága stöðu hælisleitenda til þess að græða á tá og fingri og hirða af fólkinu aleiguna og þá eru fjölmörg dæmi um að börnum sé rænt hundruðum saman og þau seld mansali, en þrátt fyrir það virðist lítið gert til þess að stöðva þessa iðju glæpahópanna

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila