Hæsti dómstóll Þýskalands stöðvar viðbragðssjóð Evrópusambandsins

Stjórnlagadómstóll Þýskalands í Karlsruhe.

Deutsche Welle greinir frá því, að Stjórnlagadómstóll Þýskalands hafi tilkynnt á föstudag, að forseti landsins, Frank-Walter Steinmeier, geti ekki að svo stöddu skrifað undir lögin, sem staðfesta eiga þáttöku Þýskalands í björgunarsjóði ESB upp á 750 milljarða evra mótsvarandi 112 billjónum 875 milljörðum íslenskra króna. Dómari við stjórnlagadómstól Þýskalands segir, að lögin verði einungis samþykkt, eftir að farið hefur verið í gegnum öll lagaleg vafaatriði varðandi sjóðinn. Þar með eru áætlanir ESB um sjóðinn stöðvaðar í bili.

Lög þýska þingsins ekki virkjuð nema með samþykki stjórnlagadómstólsins

Dómarar við stjórnlagadómstólinn í Karlsruhe telja að rannsaka verði nokkrar lagalegar áskoranir vegna skuldafjármögnunar fjárfestingaráætlunarinnar. Ákvörðunin var tekin eftir að báðar deildir þingsins höfðu staðfest lögin um sjóðinn fyrr í vikunni. Enginn tímarammi hefur verið tilgreindur, hvenær stjórnlagadómstóllinn kemur með úrskurð um málið.

Dómarinn úrskurðaði, að fullgildingunni „skuli ekki framfylgt fyrr en stjórnlagadómstóll sambandsríkisins hafi tekið afstöðu til kæru um tímabundið lögbann“. Þýðir það að Þýskaland getur ekki staðfest þáttöku í sjóðnum fyrr en eftir óákveðinn tíma og að lög þýska þingsins um skuldbindingu Þýskalands í sjóðnum taka ekki gildi að sinni.

Ekki var gefið upp, hverjir væru að baki ákærunnar en Valkostur Þýskalands (ADF) hefur áður lofað að berjast gegn þeim skuldbindingum sem sjóðurinn hefur í för með sér fyrir Þjóðverja.

Í fyrsta sinn sem ESB tekur lán bundin í fjárlögum aðildarríkjanna

Þetta er í fyrsta skipti í sögu ESB, að framkvæmdastjórn ESB fer fram á lán til fjárútgjalda sambandsins sem tekið er fram hjá og til viðbótar fjárlögum ESB gegnum fjárveitingarvald aðildarríkjanna. Upphæð lánsins er 750 milljarðar evra sem greiða á upp á 30 ára tímabili af skattgreiðendum aðildarríkjanna í ofanálag við aðildargjöld ríkjanna. Mestur hluti peninganna, 390 milljarðar evra, verður styrkveiting án endurgreiðsluskyldu og afgangurinn hagstæð lán.

Sænskia þingið samþykkti að taka 150 milljarða sænskra króna lán sem sænskir skattgreiðendur verða látnir greiða. Voru miklar umræður um málið á þinginu en einungis Svíþjóðardemókratar og Vinstri flokkurinn greiddu atkvæði á móti tillögunni en Moderatar og Kristdemókratar lögðu niður atkvæði sín og hleyptu þannig tillögu ríkisstjórnarinnar í gegn.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila