„Hætta á alþjóðakreppu“ – Aðvörun um að kórónaveiran setji efnhagslíf í uppnám

Larry Kudlow , starfsmaður Hvíta hússins

Ótti við útbreiðslu kórónaveirunnar hefur þegar haft neikvæð áhrif á evrusvæðið með lækkun evru gagnvart dollar og eru viðskipti í heiminum í uppnámi vegna áhrifa Kína á alþjóðaverslun.

Efnahagslíf evrusvæðisins hefur stöðugt farið hnignandi undanfarin sjö ár og ótti aukist um yfirvofandi efnahagskreppu evrusvæðisins og þá sérstaklega eftir að Bretar yfirgáfu sambandið.

Kína sem er miðstöð viðskipta víða um heim, – ekki aðeins fyrir aðildarríki ESB, er næst stærsta hagkerfi í heimi á eftir Bandaríkjunum. Gegnir Kína margvíslegu hlutverki í framleiðslukeðju verktaka og dreifingu vara í heiminum.

Ekki er óalgengt að framleiðendur sendi hluti til Kína fyrir endanlega samsetningu þar og dreifingu áfram víða um heim. Það þýðir að efnahagsörðugleikar í Kína hafa bein áhrif á efnahag heimsins.


Kínversk yfirvöld hafa m.a. einangrað Wuhan með 11 miljónir íbúa og víkkað einangrunina til annarra hluta Hubei héraðsins og hefur það þegar haft víðtækar afleiðingar á staðbundin og þjóðleg viðskipti í Kína. Framleiðsla og flutningur varnings hefur dregist saman og fólk er hætt að fara á veitingahús, kvikmyndahús og í búðir.

Viðskiptaerjur Kína og Bandaríkjanna hafa neytt forseta Kína, Xi Jinping, til að lækka tolla á 1.717 bandarískum vörum en Kína gæti reynt að fá með hamfaraklásúlu í samninginn vegna veirunnar.

Útbreiðsla kórónaveirunnar hefur þegar haft neikvæðar efnahagslegar afleiðingar á viðskipti Bretlands og Japans við Kína sem er mikilvægur aðili í keðju ríkjanna í útflutningi á iðnaðarvélum, bílum og hátækniþróuðum neytendavörum.

Hvað eru þeir að fela?

Bandaríkjamenn gagnrýna harðlega þöggun kínverskra yfirvalda um útreiðslu veirunnar og starfsmaður Hvíta hússins, Larry Kudlow, hefur ásakað yfirvöld í Kína um „óheiðarleika við umheiminn.“ Yfirvöld Kína hafa breytt opinberum tölum um fjölda látinna og lækkað tölur látinna samtímis sem ný dauðsföll eru sett inn á listann. Yfirvöld útskýra breytingarnar með yfirlýsingu um „að leiðrétta þurfi reikning í tvígang.“ Kudlow gagnrýndi Kínverja fyrir að „hleypa ekki bandarískum læknum inn í landið.“

Sjá má kort um fórnarlömb veirunnar hér

Sjá nánar hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila