Hafa ákveðið að hefja bólusetningu 12-15 ára barna – Undirbúningur þegar hafinn

Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hefja bólusetningar barna á aldrinum 12-15 ára og hefur undirbúningur þegar verið hafinn. Þetta kom fram á blaðamannafundi Almannavarna og sóttvarnalæknis í dag.

Það var Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis sem kynnti áformin á fundinum í dag. Hún sagði að verið væri að undirbúa bólusetningar barna, en verið væri að finna hentugt húsnæði og að dagsetning um hvenær bólusetningar barna hefjist verði tilkynnt síðar.

Á fundinum var einnig farið yfir stöðuna sem uppi er í heilbrigðiskerfinu vegna faraldursins en fram kom að róðurinn sé orðinn ansi þungur og þyngist með degi hverjum enda fjölgi sýktum á hverjum degi umtalsvert.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila