Hágæða grænmeti framleitt í hátæknigróðurhúsum

Hér halda þeir Hafberg og Ragnar í Laugaási á sýnishorni af grænmeti frá Lambhaga

Grænmetisframleiðsla hér á landi hefur tekið örum breytingum undanfarin ár og fæstir grænmetisbændur sjást í beðum sínum með garðkönnuna eins og í gamla daga, heldur hafa þeir tileinkað sér tæknina.

Sá sem er kominn hvað lengst í að nýta sér tækni við grænmetisframleiðslu er Hafberg Þórisson í Lambhaga en hann hefur sett upp hátæknigróðurhús sem tryggir hámarksgæði þess grænmetis sem Lambhagi framleiðir. Hafberg var ásamt Ragnari í Laugaási gestur í þættinum Matur og heilbrigði í dag þar sem þeir ræddu um grænmetisframleiðslu og komu með ýmsan fróðleik um grænmeti en þeir voru gestir Arnþrúðar Karlsdóttur.

Í þættinum lýsti Hafberg frameiðsluferlinu en hvorki er notast við mold né nein eiturefni eða aukaefni. Hafberg segir að gróðurhúsin séu orðin mjög fulkomin

 ” það þarf aldrei að fara inn í húsin og því berst ekkert inn í húsið sem rýrir gæðin, það eru tölvur sem stjórna þessu öllu, lýsingu, vökvun og þess háttar, og uppskeran klikkar aldrei, hvorki hvað magn né gæði varðar“.

Á heimasíðu Lambhaga má sjá mögnuð myndbönd frá framleiðslunni og hvetjum við lesendur til þess a kynna sér starfsemina með því að smella hér.

Hlusta má á viðtalið hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila