Hagfræðingar senda út viðvörun: ‘Flóði’ gjaldþrota að vænta á evrusvæðinu

Mörg gjaldþrota fyrirtæki fljóta með ríkisgreiðslum. Þegar lokunum verður aflétt og peningaflóði úr skatthirslum lýkur mun nýtt og til sýnis yfirgnæfandi flóð gjaldþrota hefjast. Spá ESRB er kolsvört og varað er við þjóðfélagslegum afleiðingum efnahagskreppunnar.

Flóðbylgja gjaldþrota fyrirtækja er fyrirsjáanleg á evrusvæðinu í löndum Evrópusambandsins. Kerfisáhættustjórn ESB (ESRB) hefur skilað mati sínu á efnahagskreppunni innan Evrópusambandsins. Fjármálastofnunin, sem er undir forsæti Christine Lagarde, bankastjóra Seðlabanka ESB, varaði við því að fyrirtæki gætu ekki haldið sér lengur á floti án neyðarstyrkja. Frá þessu greinir Daily Express.

Þúsundir fyrirtækja um allt evrusvæðið, þar með talið í Frakklandi og Þýskalandi, eru áfram lokuð vegna strangra lokunarreglna. Horfur ESRB eru svartar, þrátt fyrir að fyrirtæki innan ESB fái styrki, skattafslátt og lán að andvirði 1,3 milljarða punda. Í nýjustu skýrslu ESRB segir: „Í versta falli geta gjaldþrot, sem skotið er á frest, skyndilega orðið að veruleika og hrundið af stað samdráttarþrengingum sem leiða til enn frekari gjaldþrota. Núverandi lágt hlutfall gjaldþrota væri þá eins og haf sem dregur sig undan áður en flóðbylgjan skellur á.“

Spá 32% aukningu gjaldþrota fyrirtækja í ESB og 34% í Mið- og Austur-Evrópu

ESRB varar við því, að þegar efnahagurinn loks opnar aftur og dregið verður úr fjárhagsstuðningi, geti gjaldþrotum í Evrópu fjölgað um þriðjung. Gjaldþrotum fækkaði um tæp 20% á milli júlí og september árið 2020 samanborið við fyrir COVID-19 kreppuna. Fjármálarisarnir Allianz og Euler Hermes spá aukningu gjaldþrota um 32 prósent um alla Vestur-Evrópu í lok þessa árs. Búist er við að ástandið verði enn verra í Mið- og Austur-Evrópu með 34% gjaldþrota.

Fjármálaeftirlit ESB hefur komið með tillögur til að spyrna við væntanlegu gjaldþrotaflóði sem hefði gífurlegt atvinnuleysi í för með sér. Eru stjórnvöld hvött til að rýmka reglur um ríkisaðstoð og breyta dýrum lánum í styrki. ESRB segir, að sum aðildarríki ESB muni lenda í erfiðleikum með að mæta áfallinu sem myndi skapa „pólitískan og efnahagslegan óstöðugleika“ í öllu ESB. Skýrslan segir enn fremur:

Efnahagskreppan skapar hættu á stjórnmálalegum og efnahagslegum óstöðugleika

„Ef fjölgun gjaldþrota rýrir getu sumra aðildarríkja til að jafna sig eftir COVID-19 áfallið og minnkar eignir bankanna, getur það leitt til stjórnmálalegs og efnahagslegs óstöðugleika sem getur breiðst út til annarra landa í Evrópusambandinu.“

Þýskaland er stærsta hagkerfi evrusvæðisins og í skoðanakönnunum þarlendis kemur fram, að neytendur hafa verulega glatað trausti til yfirvalda vegna áframhaldandi lokunaraðgerða. Angela Merkel hefur beitt hörðum lokunum um allt land, þar sem útgöngubann gildir á mest smituðu svæðunum frá klukkan tíu á kvöldin til klukkan fimm næsta morgun. Bæði Olaf Scholz, fjármálaráðherra, og Peter Altmaier, efnahagsráðherra, hafa sagt að núverandi takmarkanir verði áfram a.m.k. til maíloka.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila