Hagsmunasamtök heimilanna minna ráðherra á loforð um afnám verðtryggingarinnar

Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér tilkynningu þar sem ráðherrum ríkisstjórnarinnar er bent á að nú sé kjörið að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna, enda hafi því verið lofað af hálfu ríkisstjórnarinnar við undirritun kjarasamninganna síðastliðið haust.

Í tilkynningu frá Hagsmunasamtökunum segir meðal annars

Það sem skiptir öllu núna er að sjá til þess að heimilin lendi ekki í vandræðum vegna Covid-19 og að EKKI EIN EINASTA FJÖLSKYLDA missi heimili sitt, þrátt fyrir tekjumissi. Liður í því er að sjá til þess að skuldir hækki ekki úr hófi fram og til þess þarf helst að afnema verðtrygginguna á lánum heimilanna, eða að minnsta kosti setja þak á hana. Jafnframt þarf að tryggja að tímabundnar frystingar lána meðan ástandið gengur yfir leiði ekki til enn hærri greiðslubyrði að því loknu

Þá segja samtökin að nú sé lag til þess fyrir ríkisstjórnina að láta hendur standa fram úr ermum

Aldrei áður hafa verið jafn kjörnar aðstæður og nú til að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna og því óforsvaranlegt að grípa ekki það tækifæri þegar það gefst þannig að íslenskir neytendur geti í framtíðinni búið við sambærilegt lánaumhverfi og neytendur í öðrum nágrannalöndum. “

Athugasemdir

athugasemdir

Deila