Hagsmunir stórfyrirtækja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja ólíkir og því rétt að stofna hagsmunasamtök um smærri aðila

Sigmar Vilhjálmsson framkvæmdastjóri og athafnamaður

Hagsmunir stórfyrirtækja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja eru oft ólíkir og eiga þannig ekki alltaf samleið, því er nauðsynlegt að taka utan um smærri aðila og því er í bígerð stofnun samtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmars Vilhjálmssonar framkvæmdastjóra og athafnamanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Sigmar bendir á að það að til dæmis geti slík samtök beitt sér fyrir því að lög og reglur séu í samræmi við stærð fyrirtækja og bendir Sigmar á að sem lítið augljóst dæmi megi nefna útvarpsgjaldið, sem sé það sama fyrir lítið fyrirtæki og stórfyrirtæki, ein gjaldskrá, dæmin séu svona víða, hægt sé að bæta úr beiti slík samtök sér fyrir því að skiptingin verði sanngjarnari.

Þá geti samtökin séð um kjaraviðræður fyrirtækja sem falla undir flokk lítilla og meðalstórra fyrirtækja, enda áherlurnar oft aðrar í karaviðræðum minni aðilar..

Einnig segir Sigmar að eins og staðan sé í dag þá séu þau fyrirtæki sem séu innan SA misstór og að stórfyrirtæki innan samtakanna séu nánast alvaldar þegar kemur að hinum ýmsu hagsmunamálum, þá séu mörg minni fyrirtæki í kröggum þar sem þau falla á milli kerfa þegar kemur að stuðningi vegna Covid.

Sigmar segir að honum finnist einnig að stjórnvöld hafi gleymt félagslega þættinum í faraldrinum, lögð sé meiri áhersla á læknisfræðilegar upplýsingar heldur en félagslegar, því þurfi að kippa í liðinni.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila