Halelúja Kína! Bandarískur leikari fellur á kné og biður Kína afsökunar á því að hafa kallað Taiwan „þjóð“

Leikarinn John Cena er ekki eins hugaður í raunveruleikanum og hann er á hvíta tjaldinu.

Í leit að ríkidómum í Kína virðast menn reiðubúnir að lítillækka sjálfa sig samanber grátbeiðni bandaríska leikarans John Cena til Kínverja eftir að hafa „mismælt sig og sagt Taiwan vera þjóðríki.“ Sendi hann út heilaþvottamyndband af sjálfum sér, þar sem hann grátbiður Kínverja um að fyrirgefa sér fyrir þessi hræðilegu mistök og segist hann engan elska jafn mikið og Kína og Kínverja. Nya Dagbladet greinir frá.

John Cena var á ferð í Taiwan til að auglýsa myndina Fast & Furious 9 sem hann leikur í, þegar hann sagði réttilega og eðlilega að Taiwan væri þjóð. Kínverjar voru ekki seinir á sér að ná því og tröllin virkjuð á félagsmiðlum til að gagnrýna leikarann og krefjast afsökunar. Og afsökun fengu þeir eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan sem leikarinn lagði út á kínverska félagsmiðilinn Weibo. John Cena talar mandarísku og segist vera afskaplega eða 4xmjög „leiður“ vegna þessarra miklu „mistaka.“

Ég er mjög, mjög, mjög, mjög leiður yfir mistökunum

„Ég átti mörg samtöl vegna Fast & Furious 9 og gerði mistök í einu þeirra. Ég verð að segja það sem er mjög mikilvægt og það er, að ég elska og virði Kína og kínverska alþýðu og ég er mjög, mjög, mjög, mjög leiður yfir mistökum mínum. Ég biðst afsökunar.“

Ríkisfjölmiðlar í Kína voru snöggir að dreifa afsökuninni og 2,4 milljónir sáu afsökunina fljótt á Weibo sem er undir hörðu eftirlit kínverska ríkisins. Allir Kínverjar voru þó ekki ánægðir og kröfðust þess að Cena segði opinberlega að Taiwan væri hluti af Kína, svo hægt væri að fyrirgefa honum.

Skv. Breitbart er hinn gríðarmikli markaður í Kína fyrir bandarískar kvikmyndir og íþróttir notaður af yfirvöldum sem pólitískt vopn til að hindra gagnrýni á kommúnstastjórnina í Peking. Sem dæmi um slíkt má nefna, að Kína bannar bandaríska körfuboltaliðið NBA eftir að fulltrúi þess gagnrýndi Kína fyrir brot á mannréttindum.

Allir eru ekki hrifnir af afsökunarbeiðni John Cena til kommúnistastjórnarinnar.

„Ég kenni ekki Kína um, ég kenni honum um (John Cena). Ef frjálst fólk ritskoðar sig sjálft til að blíðka einræðisstjórnir, þá eru þeir huglausir svikarar. Taiwan er land – burtséð frá því hvað þessi D-leikari segir“ tísti einn hjá frjálsu pressunni í Hong Kong.

Annar tístir: „Sorglegt að sjá að Cena hefur gefist upp fyrir ólýðræðislega Kína og hinum spillta kommúnistaflokki.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila