Nauðsynlegt að undirbúa hálendisþjóðgarð mun betur en gert hefur verið

Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra.

Ef það er vilji til þess að koma upp hálendisþjóðgarði þarf mun meiri undirbúning en gert sé ráð fyrir nú. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðna Ágústssonar fyrrverandi landbúnaðarráðherra í síðdegisútvarpinu í dag.

Bendir Guðni á að málið hafi hreinlega ekki verið hugsað til enda, hagsmunir ýmissa aðila hafi ekki verið hafðir í huga

og því er það nauðsynlegt að það sé ekki farið fram með svona öfgafullum hætti og vaðið áfram án umhugsunar, það verður að gefa þessu mun lengri tíma og hafa þá sem hagsmuna eiga að gæta vera með í ráðum” segir Guðni. 

Þá bendir Guðni á að þeir sem tali fyrir því að loka virkjunum hafi ekki hugsað málið til enda ” það má ekki gleyma því að virkjanir eru ákveðin gullnáma fyrir samfélagið, það verður að taka þetta allt með í heildarmyndina“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila