Hálf milljón Svía gætu þurft að yfirgefa húsnæðið vegna hækkandi lánakostnaðar

Hálf milljón Svía gætu þurft að yfirgefa bústaðinn vegna dýrari lána skv. nýrri könnu sænska sjónvarpsins (mynd sksk svt).

Kreppan herðir tökin á Svíum

Samkvæmt nýrri könnun SVT/Novus gæti helmings hækkun vaxta á lánum neytt um hálfa milljón Svía til að selja bústaðinn. Þetta sýnir ný könnun frá SVT/Novus.

Sænska millistéttin á undir högg að sækja eftir mörg ár með lán á lágum vöxtum, þegar vextir sækja í það sem áður var talið eðlilegt.

Sænski seðlabankinn hefur nú hækkað stjórnvexti í 1,75 % og er búist við frekar miklum hækkunum í framtíðinni.

Í könnun Novus segjast aðeins 4 af hverjum 10, að þeir ráði við tvöföldun vaxta. 7 % segjast hugsanlega þurfa að flytja. Torbjörn Sjöström, forstjóri Novus, segir við SVT:

„7 % hljómar kannski lítið en það er samt um hálf milljón fullorðinna Svía.“

Claudia Wörmann, hagfræðingur hjá SBAB, segir við Aftonbladet að við séum nú komin í „mjög alvarlegri stöðu“:

„Það eru ekki bara vextirnir sem hleypur af stað, það eru líka grundvallarþættir eins og rafmagn, matur og eldsneyti. Það er ekki svo auðvelt að draga inn notkun á þessu öllu.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila