Hamborgarastað í San Francisco lokað fyrir að neita að krefjast bólusetningarskilríkja af viðskiptavinum

Yfirvöld San Fransicso nota covid til að þvinga einkafyrirtæki að mismuna viðskiptavinum sínum. IN-N-OUT hamborgastaðurinn neitaði og var lokað og fékk aðeins að opna aftur sem „take away“ hamborgarar. (©Daniel Lobo CC 1.0).

In-N-Out Hamborgarastaður í San Francisco 14. október varð fyrsti veitingastaðurinn, sem heilbrigðisráðuneyti borgarinnar ákvað að loka, vegna þess að eigandinn neitaði að biðja viðskiptavini um bólupassa sem sýnir að þeir séu bólusettir gegn COVID-19.

Lokuðu staðnum „vegna þess að starfsemin ógnaði heilsu almennings“

Lýðheilsudeild San Francisco lokaði staðnumvegna brots á umboði borgaryfirvalda í ágúst, þar sem þess er krafist, að einstaklingar sem borða innandyra séu bólusettir að fullu. Kröfurnar tóku gildi 20. ágúst.

Í yfirlýsingu frá heilbrigðisráðuneyti borgarinnar um lokunina segir: „Bólusetning er sérstaklega mikilvæg innandyra á opinberum stöðu, þar sem hópar fólks safnast saman og taka af sér grímurnar, en slíkt auðveldar veirunni að dreifa sér. Þess vegna krefst San Francisco sönnunar á bólusetningu þeirra sem eru innandyra.“ Heilbrigðisyfirvöld segjast hafa tekið á móti kvörtunum almennings og bent hamborgarakeðjunni 24. september s.l. á að framfylgja kröfu um bólusetningu innandyra.

Yfirvöld sögðu að fyrirtækinu hafi verið „falið að hætta strax allri starfsemi á staðnum vegna þeirrar ógnar, sem almenningi stafaði af starfseminni.“ Að sögn New York Times hefur hamborgarastaðurinn opnað aftur en án þess að hægt sé að borða mat á staðnum og selur eingöngu hamborgara til að taka með sér.

IN-N-Out ekki „bólusetningalögregla“

Arnie Wensinger, yfirmaður In-N-Out keðjunnar, segir í yfirlýsingu til fjölmiðla, að bólusetningarkrafa borgarinnar sé „uppáþrengjandi, óviðeigandi og móðgandi ofurrekstur“ yfirvalda. Sagði hann: „Eftir lokun veitingastaðarins tilkynntu eftirlitsaðilar á staðnum, að samstarfaðilar okkar ættu að bregðast við og krefjast bólusetningar– og ljósmyndaskilríkja frá hverjum einasta viðskiptavini og síðan banna öllum viðskiptavinum um aðgang sem ekki geta framvísað umbeðnum skilríkjum.“

Wensinger sagði, að útibú In-N-Out settu upp skilti sem sýndu skilmerkilega hvaða bólusetningarkröfur gilda fyrir matsölustaði innandyra. Wensinger segir, að verslunin neiti að starfa sem „bólusetningarlögregla fyrir hvaða ríkisstjórn sem er.“

Hann sakaði borgaryfirvöld um að þvinga fram „aðgreiningu á viðskiptavinum“ út frá bólusetningarstöðu sinni vegna COVID-19 og sagði kröfurnar „óeðlilegar, íþyngjandi og ótraustar.“

„Við erum mjög ósammála öllum fyrirmælum stjórnvalda sem neyða einkafyrirtæki til að mismuna viðskiptavinum, sem kjósa að veita viðskiptum sínum vernd“ sagði í yfirlýsingu In-N-Out keðjunnar. Veitingastaðurinn er eini In-N-Out útibúið í San Francisco og var lokun staðarins fyrst tilkynntur hjá staðbundnu sjónvarpsstöðinni KRON.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila