Handtökur og húsleitir vegna hótana og íkveikju

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í húsleitir og handtökur í gær í kjölfar hótana og íkveikju sem tengist deilum undirheimamanna. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tveir hafi verið handteknir í þágu rannsóknar málsins en aðgerðir lögreglu fóru fram í efra Breiðholti og Árbæ.

Að undanförnu hefur borið á að mennirnir sem handteknir voru og eru tengdir undirheimum hafi birt hótanir og ofbeldi á víxl í formi myndbanda á samfélagsmiðlum.

Í aðgerðunum í gær var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð út því talið var að þeir sem handteknir voru gætu verið vopnaðir en svo reyndist ekki vera. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að frekari yfirlýsinga vegna málsins sé að vænta síðar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila