Handverksbrugghús vilja fá að selja bjór beint til viðskiptavina – Bjór sem framleiddur er úti á landi sendur til Reykjavíkur og aftur til baka

Þórgnýr Toroddsen handverksbruggari

Það er mjög flókið fyrir brugghús að koma vörum sínum á framfæri og ekki bætir úr skák að ferlið til þess að koma vörunum á markað er vægast sagt undarlegt. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þórgnýs Thoroddsen handverksbruggara i síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur.

Þórgnýr segir regluverkið vera það helsta sem stendur í vegi brugghúsa

til dæmis ef vínbúð á Ísafirði vill kaupa bjór af handverksbrugghúsi sem hefur starfstöðvar á Ísafirði þarf að senda bjórinn fyrst til Reykjavíkur í vöruhús vínbúðanna, svo þarf að miðla honum áfram og senda hann svo til baka í vínbúðina sem vildi kaupa hann, í stað þess að handverksbrugghúsið myndi afhenda hann beint“ segir Þórgnýr.

Þá er ekki hlaupið af því að farga bjór í slíkum verksmiðjum ef upp kemur sú staða að farga þurfi bjór

þá þarf að hringja í skattinn og það kemur maður frá skattinum og fylgist með því þegar bjórnum er hellt niður og telur flöskurnar„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila