Harðar sviptingar í Frakklandi þegar lögreglan reynir að stöðva mótmælendur gegn bólupassa Macrons

Mótmælin héldu áfram níundu helgina í röð í Frakklandi og virðist styrkur mótmælenda aukast allan tímann. Hundruðir þúsunda Frakka fóru út á göturnar í mörgum borgum og mótmæltu aðskilðnaðarstefnu Macrons Frakklandsforseta og skyldu að framvísa bólupassa til að komast í almenningssamgöngur og á veitingastaði.

Lögreglan verður sífellt aðgangsharðari að mótmælendum og ofbeldið eykst. M.a. voru tvær konur lamdar með kylfum, þegar þær fóru inn í verslanamiðstöð án þess að sýna bólupassa.

S.l. föstudag var Agnes Buzyn heilbrigðismálaráðherra Frakklands kærð vegna meðhöndlunar ríkisstjórnarinnar á covid-faraldrinum. Buzyn hefur verið harðlega gagnrýnd vegna aðgerðarleysis í upphafi faraldursins. Hún sagði í janúar 2020, að „það væri nánast engin hætta“ á að Covid-19 gæti borist til Frakklands frá Kína og að „hættan á dreifingu smits meðal almennings væri afar lítil“ að sögn France 24.

Ætluðu að versla – voru slegnar niður af lögreglunni

Konurnar tvær sem fóru inn í verslunarmiðstöð án þess að sýna bólupassa voru slegnar niður með kylfum af lögreglunni. Sést á myndbandi, hvernig lögreglukona slær aðra konunua mörgum sinnum með kylfu á meðan hin konan er þvinguð á jörðina. Um tíu lögreglumenn voru í árásinni á konurnar. Lögreglumennirnr voru einnig mjög pirraðir yfir því, að vegfarendur mynduðu atburðinn, sjá myndband hér að neðan.

Dagurinn byrjaði rólega með söng og fánum í mótmælendagöngum…..

Laugardagurinn einkenndist síðan af átökum og ofbeldi….

Le Figaro skrifar, að miðað við fyrri tiltölulega friðsömu mótmæli hafi mótmælin á laugardaginn auðkennst af ofbeldi. Mótmælendur og lögregla slógust mörgum sinnum í París…

Lögreglan beitti táragasi til að dreifa mótmælendum við Champs-Elysées laugardagsmorgun. Um 85 manns voru handtekin s.l. laugardag

Skv. innanríkisráðuneytinu tóku 121 þúsund manns í mótmælum helgarinnar og þar af voru 19 þúsund í París. Mótmælt var á 207 stöðum í landinu.

Stuðningsmenn Macrons réðust á mótmælendur í Toulouse

Þrír lögreglumenn slösuðust

Mótmælendur stöðvaðir fyrir utan Hæstarétt

Mótmælendur reyndu að komast að Palais-Royal, þar sem menntamálaráðuneytið og Hæstiréttur, Conseil d’État, eru til húsa en lögreglan stöðvaði framgöngu mótmælenda þar.

Kveikt í bílum lögreglunnar og steinum kastað á lögreglu

Mótmælendur köstuðu flöskum, steinum og öðru lausu á lögregluna sem svaraði með því að leggja þykkt táragasteppi yfir heila bæjarhluta

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila