Harma að símtal hafi ekki borist viðbragðsaðilum

Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu þar sem fram kemur að embætti ríkislögreglustjóra og Neyðarlínan harmi að símtal þar sem tilkynnt var um eld í húsbíl í landi Torfastaða í Grafningi hafi ekki borist viðbragðsaðilum eins og það ætti að gera.

Fram kemur í tilkynningunni að tæknilegir annmarkar hafi orðið til þess lögregla hafi ekki fengið tilkynningu um atburðinn áður en tilkynnandinn sleit símtali sínu við Neyðarlínuna. Fram kemur að nú þegar sé unnið að úrbótum og er áréttað að viðbragðsaðilar séu fyrst og fremst í þjónustuhlutverki við almenning þegar hætta steðjar að. Eins og fram hefur komið fórst karlmaður á fertugsaldri í brunanum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila