Harvardprófessor: Ekki við Pútín að sakast – Ástandið í Úkraínu er vegna frjálshyggjumanna í Bandaríkjunum og Evrópu

Harvardprófessorinn Stephen Walt skrifar um ástandið í Úkraínu í grein í Foreign Policy, sem vakið hefur mikla athygli. Segir hann sökina á hinni miklu spennu í Evrópu núna ekki vera hjá Rússum heldur hjá frjálshyggjumönnum á vesturlöndum og stefnu þeirra.

Komast hefði mátt hjá ástandinu í Úkraínu ef Bandaríkin og bandamenn þeirra hefðu reitt sig á grundvallarafstöðu raunsæis

Spennan magnast í Austur-Evrópu og seint miðvikudagskvöld tilkynnti Joe Biden forseti Bandaríkjanna, að búast megi við að Rússland geri herinnrás í Úkraínu.

Stephen Walt prófessor í alþjóðlegum samskiptum hjá Harvardháskóla, segir að það sé ekki fyrst og fremst Rússland, sem beri ábyrgð á ríkjandi stöðu. Hann skrifar í Foreign Policy:

„Það er mikill sorgarleikur, að að hægt hefði verið að komast framhjá öllu þessu ástandi. Hefðu Bandaríkin og evrópskir bandamenn þeirra ekki fallið fyrir óskhyggju og hugsjónum frjálshyggju heldur reitt sig á grundvallarinnsýn raunsæis, þá hefði núverandi kreppa ekki átt sér stað. Rússland hefði líklega aldrei lagt Krím undir sig og Úkraína væri öruggari í dag.“

Skipta löndum upp í „góð“ og „vond“

Stephen Walt, sem er fulltrúi raunstjórnmála eða raunsæisskólans í alþjóðasamskiptum, harmar að frjálslyndir hafi tekið við stjórnvölinn varðandi utanríkisstefnu Bandaríkjanna og annarra vestrænna landa. Í stað þess að horfa raunsæjum augum á heimspólitíkina og hvernig hún einkennist af valdatengslum, þá skipta frjálslyndir heiminum í „góð“ og „vond“ lönd og barist skal gegn þeim síðarnefndu. Þess vegna skortir þá hæfileika til að skilja, hvernig samkeppnisríki ræða málin og einbeita sér þess í stað alfarið að því að reyna að breiða út „frjálshyggjulýðræði“ og markaðshagkerfi í nýrri heimsmynd, sem stjórnað er frá Bandaríkjunum.

Bandaríkin lofuðu Gorbatsjov 1990 að NATO yrði ekki stækkað „eina tommu til austurs“

Árið 1990 fékk síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, Mikhail Gorbatsjov, munnlegt loforð frá Bandaríkjunum um, að NATO yrði ekki stækkað „eina tommu“ til austurs. En þrátt fyrir þetta hefur stækkunin haldið áfram og að mati Stephen Walt skortir frjálshyggjumenn getu til að skilja, að Rússar líti á þetta sem alvarlega ógn. Hann ber það saman við móðursýkisleg viðbrögð í Bandaríkjunum á tímum kalda stríðsins, þegar smærri lönd í Rómönsku Ameríku, eins og Nígaragúa, virtust vera að gangast á hönd Sovétríkjunum. Bandarísk yfirvöld virðast heldur ekki hafa getað spáð því, að Rússar myndu bregðast við með því að innlima Krímskaga, þegar Bandaríkin studdu valdaránið í Úkraínu árið 2014.

Bandaríkin neita að skilja að landfræðileg tengsl Úkraínu eru mikilvægir hagsmunir Rússlands

Stephen Walt skrifar:

„Sama hversu óþægilegt það kann að vera, þá verða Bandaríkin og bandamenn þeirra að gera sér grein fyrir því, að landfræðileg tengsl Úkraínu eru mikilvægir hagsmunir fyrir Rússland – hagsmunir sem maður er tilbúinn að beita valdi til að verja.“

Hann heldur áfram:

„Tregi Bandaríkjanna og Evrópu til að samþykkja þennan grundvallarveruleika er meginástæða þess, að heimurinn er í þessu uppnámi í dag.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila