Tíu atriði úr þjóðhátíðarræðu Trumps Bandaríkjaforseta sem þú getur ekki látið fara fram hjá þér

Á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna hélt Donald Trump ræðu eins og venja er og hér er samantekt á brotum af því besta.

1. Hyllingargjörð að eilífu til forfeðrannaFrábrugðið öfgavinstri hópum sem rífa niður og vanhelga minjar víða um Bandaríkin, þá heiðraði Trump Bandaríkjaforseti líf þeirra fjögurra manna sem fengið hafa andlit sín að eilífu meitluð í bergið Rushmore.

2. Við munum ekki gefa eftir sögu BandaríkjannaStjórnleysingjar og öfgasinnar „telja að Bandaríkjamenn séu aumir, viðkvæmir og undirgefnir. Þvert á móti – Bandaríkjamenn eru sterkir og stoltir og þeir munu ekki láta það viðgangast að landið okkar og öll verðmæti þess, saga og menning verði af þeim tekin.”

3.Allir fæðast jafn réttháirFyrir 244 árum síðan hófu fimmtíu og sex föðurlandsvinir „hina óstöðvandi frelsisgöngu” og héldu fram þeirri djörfu hugsun að „allir fæðast jafn réttháir.”

4. Í dag tökum við skýra afstöðu„Róttækar skoðanir á sögu Bandaríkjanna er lygavefur – allar víddir eru fjarlægðar, sérhver dygð er falin, snúið út úr meiningum, staðreyndir afbakaðar og gallar stækkaður þar til sagan hefur verið afmáð og eftir skilin krumpuð skel langt fyrir utan almennan skilning.”

5.Við látum ekki þagga í okkur„Varla getur nokkur maður sem þegir yfir eyðileggingu á þessum dýrgripum okkar leiðbeint okkur til betri framtíðar,” sagði Trump. Enginn sem elskar landið okkar myndi vilja eyðileggja þann arf sem landið skilur eftir.


6.Börnum okkar eru allir vegir færir„Við munum fóstra næstu kynslóð föðurlandsvina….Við munum kenna börnum okkar að þau lifa í landi sögulegra fyrirmynda, að ekkert geti stöðvað þau og enginn muni halda aftur af þeim.”

7. Við erum sköpuð í heilagri Guðs myndBandaríkjamenn trúa á jafnan grundvöll tækifæra, réttlætis og framkomu við sérhvern einstakling. „Sérhvert barn af hvaða lit sem er – fætt og ófætt – er skapað í heilagri mynd Guðs.”

8. Óvænt tilkynningTrump Bandaríkjaforseti tilkynnti sköpun nýrrar þjóðarminjar: Þjóðgarðs bandarískra hetja. Verður sá garður að mestu leyti úti með styttum af bestu bandarísku fyrirmyndunum sem hafa lifað.

9. Faðir lands okkar„George Washington var frá toppi til táar fulltrúi þess styrks, þeirra dyggða og þeirrar virðingu sem auðkennir bandaríska fólkið.”


10. Það besta á eftir að koma„Í aldanna rás mun arfur okkur verða þær borgir sem við byggðum, hetjurnar sem við sköpuðum, það góða sem við gerðum og þær minjar sem við sköpuðum til að gefa öllum innblástur…framtíð Ameríku er í höndum okkar.”

Minnisvarði fjögurra forseta Bandaríkjanna í Mount Rushmore, risastyttur höggnar í bergið eftir listamanninn Gutzon Borglum. Frá vinstri: George Washington (1732-1799), Thomas Jefferson (1743-1826), Theodore Roosevelt (1858-1919) og Abraham Lincoln (1809-1865).
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila