„Hatursumræða” að benda á afleiðingar fjöldainnflutnings fólks til landa eins og Ítalíu, Frakklands, Svíþjóðar og Þýskalands”

Lauren Witzke býður sig fram til Bandaríkjaþings fyrir Repúblikanaflokkinn. Twitter hefur lokað á hana fyrir að vera með s.k. „hatursumræðu.”

Að sögn Breitbart hefur Twitter lokað á Lauren Witzke sem býður sig fram til þings fyrir flokk Repúblikana fyrir Delaware í Bandaríkjunum. Tístið sem fyllti mælinn hjá Twitter var fullyrðing Witzke um að „fjöldainnflutningur hafi eyðilagt Evrópu. Ítalía, Frakkland, Svíþjóð og Þýzkaland hafa tekið á móti fjölda innflytjenda sem aldrei hafa aðlagast. Nauðganir, morð og aðrir hrottafengnir glæpir flæða út um allt. Ég mun stöðva allan fólksinnflutning til Bandaríkjanna á næstu 10 árum.”

Witzke segir í skilaboðum til Breitbart að ef hún nái kjöri sem þingmaður muni hún umsvifalaust takast á við ritskoðun tæknirisans og vitnar í Teddy Roosevelt fv forseta Bandaríkjanna sem tókst á við tæknirisa áður fyrr.

„Þetta er enn eitt dæmið um hvernig Twitter, sem að hluta til er í eigu prins frá Sádí-Arabíu, leggur sig í kosningar í Bandaríkjunum,” segir Witzke. „Ef að Demókrötum á þinginu væri raunverulega annt um kosningar án íhlutunar eins og þeir hafa fullyrt síðustu fjögur árin, þá myndu þeir vinna með Repúblikönum og Trump forseta til að binda endi á ritskoðun tæknirisanna, sem allir vita að eru vopn gegn íhaldssömum.”

Meðborgaraleg réttindamál okkar tíma

Segir Witzke að „Ritskoðun á félagsmiðlum eru meðborgaraleg réttindamál okkar tíma og um leið og ég kemst á Bandaríkjaþing mun ég láta þessi einokunarfyritæki í Silicon Valley sæta ábyrgð. Annað hvort munu þau virða stjórnarskrána og hætta að skerða tjáningarfrelsið eða þau munu þurfa að taka afleiðingunum sem ekki verða í líkingu við neitt sem sést hefur síðan Teddy Roosevelt var forseti.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila