Hefur áhyggjur af kröfum um hertar aðgerðir á landamærum

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfsæðisflokksins

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa talsverðar áhyggjur af kröfum um að aðgerðir verði hertar á landamærunum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ásmundar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Hann segir að nú sé mikilvægt að haldið verði áfram að hafa landið opið fyrir ferðamönnum og fara í eins léttar aðgerðir og mögulegt sé. Ásmundur bendir á að í Bretlandi hafi stjórnvöld ákveðið að halda sínu striki þrátt fyrir mikla fjölgum smita.

auðvitað þurfa bara allir að gæta sín og við þurfum þá bara að átta okkur á hvað sé best að gera varðandi landamærin, hvort PCR prófin skipti ekki hreinlega meira máli en hvort fólk sé bólusett eða ekki því fólk virðist smitast og geta smitað þrátt fyrir að vera bólusett, ég vill eftirláta sérfræðingunum að segja okkur hvað sé best fyrir okkur í því“ segir Ásmundur.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila