Hefur ekki trú að meirihlutinn í borginni haldi

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir að hún hafi enga trú á því að meirihlutinn í borginni muni halda þegar talið verður upp úr kjörkössunum síðar í þessum mánuði, enda hafi meirihlutinn ekki haldið vel á spilunum þegar kemur að flestum málum. Inga sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í Föstudagsviðtalinu í dag segir flokkinn setja velferðarmálin á oddinn í kosningabaráttunni enda sé um brýnt úrlausnarefni að ræða, en húsnæðismálin er eitt af þeim málum sem Inga segir velferðarmál “ það þarf að taka á þessu okurverði á húsnæði, efnaminna fólkið það á ekki roð í að kaupa sér húsnæði“,segir Inga og bendir á að þegar þegar gosið hafi í Vestmannaeyjum hafi heil byggð af húsum verið reist á mettíma. Hún vill að lífeyrissjóðir komið að byggingu á húsnæði fyrir fólkið “við þurfum að byggja hér gott húsnæði fyrir fólkið okkar“. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila