Hefur litla trú á að breytingar á sóttvarnalögum fari í gegn

Það eru litlar líkur á að sóttvarnafrumvarp með ákvæði um mjög auknar heimildir sóttvarnalæknis, meðal annars vald til þess að láta handtaka fólk fari í gegn. Þetta segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag.

Björn segist litlar áhyggjur hafa af málinu.

„varðandi það ákvæði um að landlæknir geti leitað til lögreglu var inni í fyrri tilraunum til breytinga á sóttvarnalögum og það fór ekkert í gegnum okkar þingflokk og fór ekkert í gegnun þingið þannig ég hef ekki áhyggjur af því, það verða að minnsta kosti hávær mótmæli af okkar hálfu ef það á að fara að reyna eitthvað svoleiðis“segir Björn.

Arnþrúður benti Birni á að nú hafi málið verið unnið í samráðsgátt og því telji ráðherra sig geta sett þetta svona fram, en Björn segir það einu máli gilda.

„það er alveg eftir því til hverra þú leitar, heilbrigðisráðherra er núna til dæmis að vesenast með afglæpavæðingu neysluskammta þar sem hann talar bara við suma en ekki aðra og vill ekki hlusta á rökin og það er eins með þetta að það er verið að velja rök sem henta þeirra málflutningi“

Þá segir Björn að hvað varðar valdaframsal hluta heilbrigðismála sem snúa að heimsfaröldrum til WHO ráðist afstaða Pírata af framsetningu málsins.

„útfærslan gæti verið góð og hún gæti líka verið hörmuleg, ég veit það bara ekki“ segir Björn.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila