Heiftin gagnvart Ásmundi nær nýjum hæðum – Vinir Ásmundar áreittir af andstæðingum

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur eins og kunnugt er orðið fyrir mjög óvæginni gagnrýni fyrir skoðanir sínar í hinum ýmsu málum, ekki síst í málefnum útlendinga og er einn þeirra sem oft hefur orðið fyrir úthrópunum á samfélagsmiðlum. Í síðdegisútvarpinu í dag var Ásmundur gestur Arnþrúðar Karlsdóttur þar sem hann greindi frá því að andstæðingar hans séu tilbúnir að ganga ansi langt til þess að lýsa andúð sinni á skoðunum Ásmundar.

Í þættinum greindi Ásmundur meðal annars frá vini hans sem varð fyrir ónæði fyrir það eitt að vera vinur Ásmundar

Hann er mjög vænn maður þessi góði vinur minn og við erum ekki alltaf sammála en hann tók þetta mjög inná sig og fannst þetta óþægilegt“ segir Ásmundur.

Ásmundur hefur að undanförnu sett fram vangaveltur á Facebook síðu sinni og velt þeirri spurningu upp hvort Ísland hafi yfirleitt efni á að taka við þeim hælisleitendum sem koma hingað til lands og hefur hann bent á að hver hælisleitandi kosti íslenska ríkið að minnsta kostu sex milljónir á ári og hefur Ásmundur einnig bent á að hingað komi tugir hælisleitenda í viku hverri þrátt fyrir heimsfaraldur Covid-19.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila